Jón Ólafsson aðstoðaði Ólaf

Jón Ólafsson
Jón Ólafsson

Þór Jónsson, blaðamaður á Pressunni, segir í pistli sem hann ritar að Jón Ólafsson, æðsti maður Stöðvar 2 er fréttir voru fluttar af Ólafi Skúlasyni, biskup, og kynferðisbrotum hans, hafi gefið biskupi ráð hvernig hann ætti að bregðast við og látið Þór segja frá skoðanakönnun um að almenningur hefði ekki misst trúna á biskupinn.

„Ólafur Skúlason sagði það sjálfur á sínum tíma, að það væri „ótrúlegur fjöldi presta“ sem styddi við bakið á honum í hans „hremmingum“. Prófastahjörðin í heild sinni gerði það og lýsti andúð sinni á fjölmiðlum sem gert hefðu „aðför“ að biskupi; ég flutti fréttir af biskupsmálinu á Stöð 2 en hafði ekki áhyggjur af fordæmingu prófasta, hafði séð og heyrt nóg til að vita að hún var bitlaus, bitlaus rétt eins og flestir aðrir fréttamiðlar á þessum tíma.

Verra fannst mér þegar fréttastofunni bárust upplýsingar um að Jón Ólafsson, æðsti maður fyrirtækisins sem ég vann hjá, sæti til borðs með biskupi á þessum sama tíma og gæfi honum ráð um hvernig bæri að bregðast við - og þegar Jón ætlaðist til að ég nýtti nauman tíma minn í sjónvarpsfréttum, þegar ég var í óða önn að fletta ofan af Ólafi Skúlasyni, til að segja frá skoðanakönnun í öðrum miðli um að almenningur hefði ekki misst trúna á biskupinn," skrifar Þór í pistli á Pressunni.

Pistill Þórs í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert