Vill 20 sveitarfélög árið 2012

Kristján Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti í dag framtíðarsýn sína …
Kristján Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti í dag framtíðarsýn sína og stefnumótun. Friðrik Tryggvason

Stefnt er að því að fækka sveitarfélögum í 20 fyrir árið 2022 og fjölga þeim sem nota almenningssamgöngur um 10% til ársins 2022. Þá er stefnt að því að framkvæmdum við breikkun Suðurlandsvegar, Vesturlandsvegar og síðasta áfanga Reykjanesbrautar verði lokið 2015.

Þetta kemur m.a. fram í nýrri stefnumótun og framtíðarsýn Kristjáns L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem hann kynnti í dag. Opnuð hefur verið sérstök síða á vef ráðuneytisins um stefnumörkunina og framtíðarsýnina.

Stefnt er að því að gerð Vaðlaheiðarganga hefjist á næsta ári og að samgöngumiðstöð í Reykjavík verði tekin í notkun á miðju ári 2012.  Vegframkvæmdum á sunnanverðum Vestfjörðum ljúki innan fimm ára og við Norðfjarðargöng árið 2015. Strandsiglingar hefjist á ný.

Hvað varðar samskipti er stefnt að því að Ísland skipi sér í röð tíu samkeppnishæfustu ríkja á lista Alþjóða efnahagsráðsins. 

Kristján hvetur lesendur til að kynna sér framtíðarsýnina. Fólk getur haft samband við ráðherrann á síðunni og borið fram spurningar, athugasemdir og tillögur.

Stefnumótun og framtíðarsýn Kristjáns L. Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

mbl.is

Bloggað um fréttina