Geta reynst lífshættulegar

Skellurnar í ánni eru óvenjulegar en gasið sem leikur fyrir …
Skellurnar í ánni eru óvenjulegar en gasið sem leikur fyrir ofan þær er varasamt mbl.is/Lars

Koltvísýringur sem berst í Hvanná við Þórsmörk úr hraunkvikunni á Fimmvörðuhálsi safnast fyrir í dældum og getur valdið köfnun en skammt er síðan doktorsnemi í jarðfræði fékk væga gaseitrun við mælingar á ánni. Koltvísýringurinn hefur myndað útfellingar í botni árinnar.

„Ég vil ítreka að þetta er dálítið varasamt og fólk þarf að fara varlega því koltvísýringurinn situr fyrir í dældum og getur hreinlega valdið köfnun ef fólk fer niður í dýpstu lægðirnar. Um er að ræða kalkútfellingar ekkert ósvipaðar og víða við jarðhita, koltvísýringur binst í steininn og rennur eiginlega eins og ósýnilegt ský niður með vatninu. Nú gefur bæði kvikan sem er í hrauninu og kvikan sem er í gosrásinni frá sér koltvísýring og þetta berst með vatninu. Þegar kalsíum losnar úr berginu myndar það þessar skellur sem eru vissulegar fallegar en gasið sem leikur fyrir ofan er varasamt,“ segir Sigurður Reynir Gíslason jarðfræðingur hjá Jarðvísindastofnun HÍ, í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »