Fréttaskýring: Allt um garð gengið þegar þjóðin kýs?

Undir fald ESB.
Undir fald ESB. reuters
Við erum í inngönguferli og það verður raunverulega næstum allt afstaðið þegar við kjósum um samninginn,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Bændasamtökin standa á því fastar en fótunum að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið séu í raun og veru aðlögun stjórnsýslu og löggjafar á ýmsum sviðum að reglum sambandsins á meðan samningaviðræðurnar standa yfir.

Hafa samtökin enn á ný vakið athygli á þessu með því að senda utanríkisráðherra og utanríkismálanefnd bréf þar sem þess er krafist að staða landbúnaðarins í samningaferlinu verði skýrð. Taka verði af allan vafa um að ekki komi neins konar aðlögun til álita fyrr en gengið hefur verið frá aðildarsamingum með stjórnskipulegum hætti.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er unnið að svarbréfi til Bændasamtakanna í utanríkisráðuneytinu.

Deilur um hvort aðlögunarferlið sé í raun og veru hafið eða hvort eingöngu er um undirbúning að ræða í aðildarviðræðunum við ESB hafa komið upp með reglulegu millibili á umliðnum mánuðum. Á minnisblaði ráðuneytisstjóra sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins í seinasta mánuði er fullyrt að samningaferlið um ESB-aðild muni krefjast þess að farið verði fljótt að undirbúa aðlögun landbúnaðarstefnu Íslands að landbúnaðar- og dreifbýlisstefnu ESB.

Haraldur segir að þvert á fullyrðingar utanríkisráðherra um að engar breytingar verði gerðar á löggjöf eða stofnunum fyrr en úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild liggi fyrir, þurfi ekki að leita lengi í efni frá ESB til að sjá hið gagnstæða. Einnig hafi sendinefndir sem fulltrúar bænda hafa tekið á móti ekki dregið neina dul á það.

Stangast á við upplýsingar formanns utanríkismálanefndar

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, tekur ekki undir þetta. Hann segist ekki hafa fundið þessu stað í samtölum sem hann hefur átt við fulltrúa Evrópusambandsins. Árni Þór segist ítrekað hafa spurt um þetta. Svörin verði ekki skilin á annan hátt en svo að ef til aðildar kemur og sambandið gerir kröfur um breytingar á lagastrúktúr og stofnunum þurfi Íslendingar að geta sýnt fram á hvernig þeir ætla að leysa úr því þannig að skilyrðin séu uppfyllt þegar aðildin tæki gildi. Ef aðild yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu mundi nokkur tími líða þar til Ísland yrði formlega aðildarríki sambandsins. „Ég hef skilið þetta svona en þeir telja sig hafa fengið önnur svör og þess vegna þurfum við að fara betur yfir þetta með þeim,“ segir hann.

Þegar aðildarviðræðunum var ýtt úr vör á ríkjaráðstefnunni 27. júlí sl. kynnti ESB almenna afstöðu til viðræðnanna. Þar er á nokkrum stöðum fjallað um undirbúning Íslands og eftirlit ESB með framvindu hans. „Rétt innleiðing Íslands á regluverkinu og framkvæmd þess, þ.m.t. árangursrík og skilvirk beiting af hálfu viðeigandi stofnana á sviði stjórnsýslu og dómsmála, mun ákvarða hversu hratt samningaviðræðurnar ganga fyrir sig,“ segir þar. Samningaviðræðurnar muni grundvallast á stöðu Íslands og hraði þeirra ráðast af því hve vel Íslandi tekst að uppfylla kröfur vegna aðildar. Framkvæmdastjórnin muni fylgjast náið með framvindu Íslands á öllum sviðum og upplýsa um framvinduna meðan á samningaviðræðum stendur.

Rýnivinna í nóvember
» Einn viðamesti hluti viðræðnanna á næstunni verður svokölluð rýnivinna, sem hefst um miðjan nóvember.
» Þá hefst skipulegur samanburður á löggjöf Íslands og ESB með framkvæmdastjórn sambandsins og er ráðgert að sú vinna standi fram í júní á næsta ári.
» Fram kemur í fundargerð samninganefndar Íslands að gera megi ráð fyrir að efnislegar viðræður um einfaldari kafla sem falla undir EES-samninginn gætu hafist um eða eftir páska á næsta ári.
» Nefndin átti fund með Michael Leigh, yfirmanni stækkunarskrifstofu framkvæmdastjórnar ESB, 30. ágúst og er haft eftir honum að hraðinn í viðræðunum við Ísland myndi algerlega byggjast á framgangi mála gagnvart Íslandi.
» Leigh hafi talið að fullgildingarferlið gæti tekið 2 ár innan ESB skv. fyrri reynslu.

Innlent »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »

Ungi hælisleitandinn farinn úr landi

18:15 Átján ára pilturinn sem ráðist var á í íþróttahúsi Litla-Hrauns í síðasta mánuði hefur verið sendur úr landi.  Meira »

Sýknaður af ákæru um líkamsárás

18:03 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag mann af ákæru um líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa á vormánuðum 2015 ráðist á annan mann Meira »

„Ósjálfráð viðbrögð að beygja frá“

17:54 „Sem betur fer fer ég til vinstri en ekki hægri. Ég beið eftir skellinum en þetta slapp fyrir horn,“ segir Gunnlaugur Helgason, sem starfar sem verkstjóri á Steypustöðinni á Selfossi. Meira »

Vantar 88 lögregluþjóna í Reykjavík

17:41 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, segir 88 lögregluþjóna vanta í Reykjavík til að fjöldi þeirra sé í samræmi við mannfjöldaaukningu svæðisins frá aldamótum. Meira »

„Sárt að faðir minn skuli ekki lifa“

16:46 „Það er sárt að faðir minn hafi ekki fengið að lifa þennan dag,“ segir Hafþór Sævarsson sonur Sævars Ciesi­elski sem hlaut þyngsta fang­els­is­dóm­inn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu: Ævi­langt fang­elsi í saka­dómi sem stytt var í 17 ár í Hæstarétti. Meira »

Flóð á Sæbraut

17:10 Það er erfitt að lýsa ástandinu sem var á Sæbraut undir brúnni á Miklubraut öðruvísi en að þar hafi verið flóð í morgun þegar vatnselgurinn var sem mestur. Starfsmenn Vegagerðarinnar gerðu sitt besta til að losa um stíflur í niðurföllum og ökumenn þurftu að sýna þolinmæði á meðan. Meira »

Skiptir máli fyrir almenning og dómstóla

16:20 „Þessi niðurstaða kom ekki mjög á óvart. Sérstaklega eftir að skýrslur endurupptökunefndar lágu fyrir að settur ríkissaksóknari skyldi fara að þeim niðurstöðum og gera kröfu um sýknu af þessum ákærum á mannshvörfunum tveimur,“ segir verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Meira »

Ekkert meira en sæmilegur stormur

16:08 „Hann er búinn að rjúka upp síðustu klukkustundina hjá okkur,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi. Óveður sem gekk yfir suðvesturhluta landsins í morgun hefur haldið för sinni áfram og er mesti vindurinn núna á Norðaustur- og Austurlandi. Meira »

Þingið væri sent heim vegna hráefnisskorts

15:49 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gerði málafæð ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Sagði hann þingmálaskrána ekki mjög beysna. Meira »

Bifreið elti barn á heimleið

15:31 Foreldrar barna í Fossvogsskóla í Reykjavík hafa fengið tölvupóst frá skólayfirvöldum þar sem greint er frá því að bifreið hafi elt stúlku, sem er nemandi við skólann, þegar hún var á leið heim til sín um kvöldmatarleytið í gær. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Krefst sýknu að öllu leyti

15:02 Davíð Þór Björgvinsson, full­trúi ákæru­valds­ins í end­urupp­töku Guðmund­ar- og Geirfinns­máls­ins og sett­ur rík­is­sak­sókn­ari, krefst sýknu að öllu leyti í málinu. Davíð Þór, skilaði greinargerð sinni vegna málsins til Hæstaréttar í dag. Meira »

Læknar ánægðir með umskurðarfrumvarp

14:55 Rúmlega 400 íslenskir læknar lýsa yfir ánægju með frumvarp sem banna á umskurð drengja nema læknisfræðilegar ástæður liggja til grundvallar. Segja læknarnir málið ekki flókið, þó það hafi ýmsar hliðar. Telja þeir þær aðgerðir sem gerðar séu án læknisfræðilegra ástæðna ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna. Meira »

„Við erum í góðum málum“

14:32 Vorið er komið á Siglufirði ef marka má fréttaritara mbl.is og bæjarstjórann í Fjallabyggð, Gunnar Birgisson. Hitastigið í bænum er rétt tæpar tíu gráður og þar bærist vart hár á höfði. Meira »

Stálu 600 tölvum - þrír í haldi

14:57 Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð þar sem samtals 600 tölvum var stolið. Meira »

Forsendur kjarasamninga brostnar

14:35 Forsendur kjarasamninga eru brostnar að mati ASÍ en samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. Meira »

Vegurinn um Súðavíkurhlíð opinn

14:23 Veðrinu hefur slotað og ófanflóðahætta sem skapaðist yfir Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð er talin liðin hjá að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum. Vegurinn er því opinn. Meira »
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Volkswagen, Vw Transporter 2017 4x4
Dísel 4x4 sjöþrepa sjálfsk, Webasto hitari, klæddur að innan afturí , Verð 4890,...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Anne-Gaëlle et Benjamin
Le plus beau des voyages c'est celui que nous accomplissons désormais, celui qui...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Skipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...