Áfram 7,5% tollur á Kindle

Kindle DX lestölva frá Amazon.
Kindle DX lestölva frá Amazon.

Tollstjóri hefur  fallist  að Kindle lestölvur, sem bandaríska netsalan Amazon selur, hafi verið rangt flokkuð í tollskrá. Ný flokkun á tölvunni breytir þó ekki því, að tölvan ber áfram 7,5% innflutningstoll. 

Kindle lestölvan, sem nota má til að sækja bækur frá Amazon á netinu og lesa þær, var flokkuð í vöruflokk 8521: myndupptökutæki eða myndflutningstæki,   einnig með innbyggðum myndmóttakara.

Maður, sem flutti slíka tölvu til landsins kærði tollflokkunina til tollstjóra og taldi að tölvan ætti að falla undir vöruflokk 8471: sjálfvirkar gagnavinnsluvélar og einingar til þeirra; lesara fyrir segulletur eða ritletur, vélar til að umskrá gögn á gagnamiðla á táknmáli og vélar til að vinna úr slíkum gögnum. Slíkar vélar bera engan innflutningstoll.

Tollstjóri féllst á að Kindle væri rangt flokkuð en komst að því að hún ætti heima í flokki 8543: rafmagnsvélum og -tækjabúnaði til sérstakra nota. Sem slík ber hún einnig 7,5% toll.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert