Gylfi fær mótframboð

Guðrún J. Ólafsdóttir.
Guðrún J. Ólafsdóttir. mbl.is/Kristinn

Guðrún J. Ólafsdóttir, félagi í VR, býður sig fram til forseta gegn Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ. Kjörnefnd gerir tillögu um að Gylfi verði kosinn forseti.

Kosning stendur nú yfir. 18 fulltrúar á þinginu bera fram tillögu um Guðrúnu. Guðrún er 37 ára einstæð móðir. Hún sagði á fundinum nauðsynlegt að það færi fram kosning um forseta. Hún sagði að ný skoðanakönnun sýndi að aðeins 3% svarenda hefðu sagt að þau bæru mikið traust til forstu verkalýðshreyfingarinnar.

Gylfi sagðist fagna því að fá tækifæri til að leggja störf sín undir dóm félagsmanna.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert