Um 50.000 í miðborginni

Góð stemning ríkir í miðborg Reykjavíkur þar sem fjölmenni er samankomið til að fagna kvennafrídeginum. Skv. upplýsingum frá umferðardeild lögreglunnar er talið að á bilinu 40 til 50.000 manns séu samkomnir í miðbænum. Þeim hefur farið ört fjölgandi.

Konur yfirgáfu vinnustaði sína kl 14:25 til að taka þátt í deginum, sem er með yfirskriftina „Já! - ég þori, get og vil“.

Þátttakendur láta veðrið ekkert á sig fá og eru vel klæddir. 

Dagskrá fer nú fram við Arnarhól en þar verða flutt ávörp. Einnig verður flutt tónlist, en Sigrún Hjálmtýsdóttir er á meðal þeirra listamanna sem koma fram.

Þátttakendur eru vel dúðaðir.
Þátttakendur eru vel dúðaðir. mbl.is/Kristinn
Talið er að 50 þúsund séu í miðborg Reykjavíkur.
Talið er að 50 þúsund séu í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert