Meðmæli með heilbrigðisþjónustu

Fjölmenni var síðdegis á Austurvelli en þangað héldu Sunnlendingar og íbúar í fleiri landshlutum í dag með undirskriftalista þar sem mótmælt er fyrirhuguðum niðurskurði á framlögum til heilbrigðismála.  Voru undirskriftarlistarnir afhentir ráðherrum við Alþingishúsið.

Söfnuðust hollvinir heilbrigðisþjónustunnar á landinu öllu saman á Austurvelli af þessu tilefni en boðað var þar til friðsamlegs meðmælafundar. Eru undirskriftirnar vel yfir 10 þúsund talsinsins, þar af um 8.500 frá Sunnlendingum.

Ráðherrar fengu afhenta undirskriftalistana.
Ráðherrar fengu afhenta undirskriftalistana. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka