Kirkjuþing samþykkir nefndina

Frá kirkjuþingi, sem haldið er í Grensáskirkju.
Frá kirkjuþingi, sem haldið er í Grensáskirkju. mbl.is/Kristinn

Tillaga forsætisnefndar kirkjuþings um að skipa rannsóknarnefnd um viðbrögð og starfshætti þjóðkirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni vegna kynferðisbrota var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á kirkjuþingi í dag.

„Lagt var til að málið yrði samþykkt óbreytt og borið undir atkvæði. Það var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum,“ segir Árni Svanur Daníelsson verkefnisstjóri á Biskupsstofu.

Þá var einnig samþykkt sú tillaga forsætisnefndar að nefndina skipi þau Róbert Ragnar Spanó, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands,  Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur og Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness. Róbert verður formaður nefndarinnar.

 „Síðan var borin upp tillaga um þessa þrjá fulltrúa og hún var einnig samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þetta var samþykkt núna og afgreitt hratt og örugglega. Það endurspeglar góðan undirbúning málsins af forsætisnefnd kirkjuþings,“ segir Árni Svanur.

Róbert Ragnar Spanó nýkjörinn formaður nefndarinnar.
Róbert Ragnar Spanó nýkjörinn formaður nefndarinnar. Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert