Brutu lög um helgidagafrið

mbl.is/Kristinn

Lögreglan lokaði þremur vínveitingastöðum í miðborg Reykjavíkur í nótt þar sem fólk sat við drykkju. Á einum staðanna voru menn jafnframt að spila póker. Var staðurinn opinn gangandi vegfarendum.

Skv. lögum um helgidagafrið eru óheimilar skemmtanir, svo sem dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum veitingastöðum eða á öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Hið sama gildir um opinberar sýningar og skemmtanir þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð spil fara fram.

Þetta á við á aðfangadegi jóla frá kl. 18 og jóladegi til kl. 6 að morgni næsta dags.

Brot gegn lögunum varða sektum.

Þá segir í lögunum að ef handhafi opinbers starfsleyfis brjóti gegn lögunum sé heimilt að svipta hann leyfinu tímabundið eða fyrir fullt og allt ef brot er ítrekað.

mbl.is

Bloggað um fréttina