Segir íslenska aðila standa að Triton

Vigdís Hauksdóttir.
Vigdís Hauksdóttir.

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi í gær, að bankastjóri Landsbankans hefði sagt á opnum fundi hjá flokknum nýlega að óskað hefði verið eftir því að fjárfestingarfélagið Triton fengi að kaupa eignir Icelandic Group vegna þess að íslenskir aðilar stæðu að Triton.

„Við skulum ekki gleyma því hvar þetta félag er staðsett í hús, jú þetta er skúffufyrirtæki í skattaparadísinni Guernsey," sagði Vigdís. „Það er mjög einkennilegt að þetta skuli ekki fara í útboð og að allir Íslendingar, sem eiga í fyrirtækinu, geti tekið þátt í því heldur sé verið að færa það sérstaklega tilgreindum aðilum sem eru fyrirfram valdir."

Þetta kom fram í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær þar sem Vestia-málið svonefnda var rætt að ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks.

mbl.is