Fleiri en 1400 boðað komu sína

Blásið hefur verið til mótmæla fyrir framan ráðhúsið kl. 13:30 …
Blásið hefur verið til mótmæla fyrir framan ráðhúsið kl. 13:30 á þriðjudaginn. mbl.is/Kristinn

Nú hafa rúmlega 1400 manns boðaða komu sína á mótmælafund fyrir framan ráðhúsið kl. 13:30 á þriðjudaginn.

Tilefni mótmælafundarins er sá niðurskurður sem hefur verið boðaður á framlögum til tónlistarmenntunar í Reykjavík.

Forsvarsmenn Söngskólans í Reykjavík standa jafnframt fyrir göngu sem farin verður frá húsnæði söngskólans, Snorrabraut 54, niður Laugaveginn og að ráðhúsinu þar sem mótmælin eru fyrirhuguð. Gangan hefst kl. 12:45.

Hægt er að skoða dagskrá mótmælanna á facebook síðu sem nokkrir tónlistarnemendur standa að. Sjá hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert