Tekur afstöðu í þingsalnum

Kristján Þór Júlíusson í ræðustóli Alþingis.
Kristján Þór Júlíusson í ræðustóli Alþingis. mbl.is/Ómar

„Þór Saari veit það manna best að ég tek afstöðu til tillögu um þjóðaratkvæði í þingsal en ekki í fjárlaganefnd,“ sagði Kristján Þór Júlíusson alþingismaður.

Þór Saari lagði fram tillögu um að Icesave-málinu verði vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu á fundi fjárlaganefndar í dag. Tillagan var felld og sagði Þór að fulltrúar sjálfstæðismanna hafi ekki stutt hana. Nefndi hann Kristján Þór sérstaklega og að hann hafi lýst yfir stuðningi við þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kristján Þór kvaðst hafa setið hjá við atkvæðagreiðsluna í fjárlaganefnd í dag og sagði að tillagan hafi verið felld af stjórnarmeirihlutanum í nefndinni.

„Mér er engin launung á því að ég hef verið talsmaður þess að vísa þessu til þjóðarinnar, en afstaða mín kemur í ljós í þingsalnum þegar slík tillaga kemur fram,“ sagði Kristján Þór.mbl.is

Bloggað um fréttina