Goðafoss kominn á áfangastað

Goðafoss dreginn af strandstað. Myndin er af vef norsku siglingastofnunarinnar.
Goðafoss dreginn af strandstað. Myndin er af vef norsku siglingastofnunarinnar. Vefur norsku siglingastofnunarinnar.

Byrjað var að draga Goðafoss af strandstað klukkan sjö í morgun. Skipið var dregið þrjá kílómetra norður af strandstað að Kirkeskjær og eyjunni Styre. Skipið náði áfangastað laust fyrir klukkan hálf níu í morgun og liggur nú við ankeri.

Kafarar verða nú sendir niður til að kanna skemmdir, en alls óvíst er hversu miklar þær eru, að sögn Ólafs William Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips.

„Það var byrjað að létta skipið í nótt með því að dæla úr vatnstönkum um borð,“ sagði Ólafur í samtali við mbl.is. „Enginn olíuleki er frá skipinu og þetta lítur allt mun betur út núna en það gerði í upphafi“.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert