Páll Óskar greiddi sjálfur kostnaðinn við einhyrninginn

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson greiddi úr eigin vasa allan kostnað við einhyrninginn sem stal senunni í gleðigöngu Hinsegin daga um helgina. Hann telur að kostnaðurinn verði um tvær milljónir króna þegar upp er staðið.

Páll Óskar segir að fyrir löngu hafi sú stefna verið mörkuð að þiggja ekki styrki frá auglýsendum í göngunni, enda sé þá allur pólitískur broddur farinn úr henni. Einhyrningurinn verður rifinn og ekki notaður aftur. Næstu daga verður hann til sýnis fyrir aftan Héðinshúsið í Reykjavík og er fólki frjálst að mæta og taka myndir af sér við hann. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert