Hvetur til samþykktar Icesave-samninga

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Golli

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir á heimasíðu sinni í dag að það sé að hennar mati auðveld ákvörðun að samþykkja fyrirliggjandi Icesave-samninga enda hafi samninganefnd Íslands náð þeim markmiðum sem henni hafi verið sett.

„Vonandi rís meiri hluti kjósenda undir þeirri ábyrgð að ljúka þessu máli með sómasamlegum hætti fyrir alla aðila, þannig að við getum gengið til annarra og brýnni verkefna í íslensku samfélagi,“ segir Þórunn á heimasíðu sinni.

Heimasíða Þórunnar Sveinbjarnardóttur

mbl.is