Uppsagnir í Þjóðleikhúsinu

Þjóðleikhúsið
Þjóðleikhúsið mbl.is/Golli

Að minnsta kosti tveimur leikurum við Þjóðleikhúsið var sagt upp í vikunni. Þetta staðfestir Baldur Trausti Hreinsson, formaður Leikarafélags Íslands sem er félag leikara við Þjóðleikhúsið.

Vildi hann ekki gefa upp hverjir það væru en tveir leikarar hefðu staðfest það við hann að þeim hefði verið sagt upp í vikunni.

„Við búum við það að við höfum ekki verndað starfsheiti þannig að við getum alltaf átt von á að vera sagt upp. Þetta er ekki stór hópur sem er sagt upp,“ segir Baldur.

mbl.is