Bilun í vél Icelandair

Snúa varð við flugi Icelandair frá Toronto þann 29. apríl sl. eftir að mikill titringur fannst í Boeing 757-200 vél fyrirtækisins, TF-FIN. Voru 188 manns um borð í vélinni. Frá þessu er sagt á vefsíðunni Aviation Herald.

Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, var um að ræða bilun í þrýstibúnaði vatnstanks vélarinnar sem skapaði titringinn. Því hafi verið ákveðið að snúa vélinni við.

Var gert við bilunina þar og gat vélin haldið för sinni áfram eftir töluverða seinkun.

Aðspurður hvort að hætta hafi verið á ferðum segir Guðjón gripið hafi verið til þeirra ráðstafanna sem þurfti.

Frétt á vef Aviation Herald.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert