Mótmæla lægra kaupi Íslendinga

Ferjan Norræna.
Ferjan Norræna.

Fimmtíu starfsmenn ferjunnar Norrænu skrifa undir yfirlýsingu um að þeir séu á móti ráðningarsamningum sem valda því að Íslendingar eru með 29% lægri laun en aðrir starfsmenn borð fyrir jafn langan vinnudag og sömu störf og hinir.

Í bréfi sem mbl.is barst frá íslenskum skipverjum um borð segir að starfsmönnum um borð og félögum í Færeyska fiskimannafélaginu þyki brotið á rétti sínum. Einnig að Sjómannafélag Íslands sé að stuðla að því að gera Íslendinga að ódýru vinnuafli.

„Hingað til hafa allir Íslendingarnir haft sömu kjör og aðrir starfsmenn Smyril Line. Núna hafa verið teknar í gegn breytingar sem felast í því að Íslendingar hljóta ekki sömu kjör og starfsmenn af öðru þjóðerni,“ segir í bréfinu.

Þar kemur fram að til þessa hafi Smyril Line annast allar ráðningar en nýlega var færeyska starfsmannaleigan Shipping.fo fengin til að ráða nýja Íslendinga til fyrirtækisins. 

„Shipping.fo hefur sett fram nýjan kjarasamning sem brýtur á réttindum íslenskra starfsmanna samkvæmt íslenskum lögum. Sjómannafélag Íslands hefur samþykkt þennan samning. Kveður hann m.a. á um að við skulum lúta reglugerðum Sjómannafélags Íslands og samningum, borga færeyska skatta en öll önnur mánaðarleg gjöld til Íslands,“ segir í bréfinu.

Þeir segja enn fremur að þeir hljóti 29% launalækkun frá þeim launum sem þeir höfðu í fyrra og því sem kollegar þeirra hafa í laun.

Þá segja starfsmennirnir að þeim sé stillt upp við vegg. Ef þeir skrifi ekki undir nýja samninginn verði þeir reknir og aðrir sem ekki þekkja aðstæður ráðnir í staðinn.

Þá segja Íslendingarnir að þeir hafi ekki vitað að Shipping.fo væri starfsmannaleiga heldur töldu þeir sig vera ráðna í gegnum Smyril Line, útgerð skipsins.

Eins segja þeir að upplýsingar um laun hafi verið settar fram á misvísandi hátt. „Mánaðarlaun voru tilgreind en ekki sú staðreynd að frívíkur sem almennt eru borgaðar séu launalausar og laun séu því aðeins greidd að fullu annan hvorn mánuð. (Fyrirkomulagið hefur hingað til verið þannig að fólk hefur unnið sér inn einn frídag fyrir hvern unnin dag. S.s. fyrir hvern unninn mánuð hefur fólk unnið sér inn einn mánuð á launum í fríi.)“

Starfsmennirnir segja að þeir hafi komið um borð án þess að sjá þessa nýju samninga. Reyndir starfsmenn hafi unnið í allt að einn mánuð í þeirri trú að eldri samningur gilti. 

„Þegar fimm dagar höfðu liðið frá útborgunardegi og laun voru hvergi sjáanleg voru haldnir fundir til að upplýsa okkur öll um nýja samninginn. Þessir fundir upplýstu okkur um fátt og fengum við ekki einu sinni að sjá nýja samninginn í endanlegri mynd.“

Þá kemur fram í bréfinu að trúnaðarmanni frá Færeyska fiskimannafélaginu hafi verið neitað um setu á þessum fundum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íslensku starfsmannanna.

„Persónulega finnst okkur að Smyril Line í samstarfi við Shipping.fo séu að nýta sér efnahagsástand Íslendinga, þar sem atvinnuleysi er um 9% og mörgum vantar enn vinnu. Við viljum gjarnan koma þessum skilaboðum áfram til þjóðarinnar og ef ekki verður spyrnt við fótum nú munu aðrir sjá sér gott færi og fúlgu fjár að græða á neyð okkar Íslendinga,“ segir orðrétt í bréfi Íslendinganna um borð í Norrænu.

mbl.is

Innlent »

Ofurölvi ók á þrjá bíla

06:08 Ofurölvi kona var handtekin um kvöldmatarleytið í gærkvöldi eftir að hún hafði ekið á þrjár bifreiðar við fjölbýlishús í Breiðholti (hverfi 109). Meira »

Blæddi mikið eftir árás

05:54 Maður sem var sleginn í höfuðið með glasi var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann á ellefta tímanum í gærkvöldi með mikla blæðingu úr höfði. Ökumaður er alvarlega slasaður eftir bílveltu við Rauðhóla í gærkvöldi. Meira »

Andlát: Eymundur Matthíasson

05:30 Eymundur Matthíasson lést 16. ágúst síðast liðinn eftir langvinn veikindi. Eymundur stofnaði hljóðfæraverslunina Sangitamiya á Klapparstíg árið 2005, en þar eru seld hljóðfæri frá öllum heimshornum. Meira »

Setja viðræður í nýtt ljós

05:30 Upplýsingar um launaþróun forstjóra ríkisfyrirtækja setja kjaraviðræður BHM við ríkisvaldið í nýtt ljós að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM. Upplýsingarnar sem um ræðir komu fram í svari við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, til fjármálaráðherra. Meira »

Óvissa um áhrif skýjalöggjafar

05:30 Bæði Evrópska persónuverndarráðið og Evrópska persónuverndarstofnunin telja nauðsynlegt að farið sé yfir gildandi alþjóðasamninga Evrópusambandsins við Bandaríkin vegna skýjalöggjafar Bandaríkjanna. Meira »

Segir ekki nóg að grípa til skattaaðgerða

05:30 Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamála- nefndar, segist vona og treysta því að hægt verði að grípa til aðgerða sem bæti rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Meira »

„Vitni að dapurlegri stund“

05:30 „Í gær urðum við vitni að dapurlegri stund í sögunni þegar við klifruðum upp á það sem áður var jökullinn Ok, til að setja þar upp skilti til að minnast eyðingar hans.“ Meira »

Katrín verður ekki á landinu

05:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hún yrði ekki stödd hér á Íslandi þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kæmi í heimsókn til Íslands hinn 4. september næstkomandi. Meira »

87,8% vegna mannlegra mistaka

05:30 Mannleg mistök eru langalgengasta orsök umferðarslysa eða 87,8%. Þetta kemur fram í rannsókn verkfræðistofunnar Mannvits á slysum á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Var Rannsóknin unnin með styrk frá Vegagerðinni sem birti jafnframt rannsóknina. Meira »

20 fylgjast með komu Angelu Merkel

05:30 Tuttugu þýskir fréttamenn eru komnir til Íslands til þess að fylgjast með heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að því er áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins herma en hún kemur til landsins í dag. Meira »

Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs

Í gær, 22:46 Tvö íslensk almannatengslafyrirtæki hafa sinnt verkefnum fyrir erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á því að leggja sæstreng fyrir rafmagn á milli Íslands og Bretlands, en mikið hefur verið rætt um slíkan sæstreng í umræðunni sem átt hefur sér stað um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Ok, tragikómískt hvarf

Í gær, 22:15 Jón Gnarr fór að fjallsrótum Oks í morgun þar sem hópur fólks var kominn saman til að reisa minnisvarða horfnum jökli. Það var kalt og ljóst að Kaldidalur er ekki orðinn Hlýidalur, þrátt fyrir hamfarahlýnun. Meira »

Jepplingur valt á Suðurlandsvegi

Í gær, 22:04 Jepplingur valt á Suðurlandsvegi við Rauðhóla á níunda tímanum í kvöld. Bíllinn hafði hafnað á ljósastaur eftir að hafa farið nokkrar veltur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Meira »

Tveir menn á sjúkrahúsi á Akureyri

Í gær, 20:58 Tveir íslenskir karlmenn liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem urðu fyrir sama fólksbíl, annar hjólandi en hinn gangandi. Hundur annars þeirra varð einnig fyrir bílnum. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. Meira »

Keyrt á tvo menn og hund á Akureyri

Í gær, 19:34 Keyrt var á tvo menn á hjóli og einn hund á Glerárgötu á Akureyri síðdegis í dag. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús. Málið er talið alvarlegt. Meira »

Tekið um 200 kíló af fíkniefnum

Í gær, 19:27 Tæplega 200 kíló af fíkniefnum hafa verið haldlögð af lögreglunni og tollinum það sem af er ári. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en í byrjun ágúst náði lögreglan á Austurlandi 43 kílóum af amfetamíni og kókaíni um borð í Norrænu. Meira »

Bækur og baðstrandir Braga á Skaga

Í gær, 19:15 Bragi er búinn að standa í bókaútgáfu í nær 60 ár og nú þarf að flytja bækurnar úr einbýlishúsinu yfir í fjölbýlishúsið. Ærið verkefni. En Skaginn er í blússandi uppgangi og Bragi fylgist ánægður með. Meira »

Lambahryggir vógu að rótum hjartans

Í gær, 18:30 Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi ráðherra fór um víðan völl í ræðu sinni á Hólahátíð í dag. Eða það sagði hún að hún ætlaði að gera, í samtali við mbl.is fyrr í dag, þar sem hún deildi hluta af Hólaræðu sinni og hugleiðingum um hin ýmsu mál. Meira »

Útkall vegna brimbrettakappa

Í gær, 17:59 Björgunarsveitir á Ólafsfirði og Siglufirði voru kallaðar út síðdegis vegna brimbrettakappa sem voru komnir í ógöngur við fjöruna við Kleifarveg í Ólafsfirði. Þeir komust sjálfir í land. Meira »