90% túna á sumum bújörðum eru kalin

Kuldinn gerir ekki greinarmun á ræktarlöndum og Akureyrarvelli, sem er ...
Kuldinn gerir ekki greinarmun á ræktarlöndum og Akureyrarvelli, sem er illa kalinn. Eðvarð Eðvarðsson vallarstjóri virðir hér fyrir sér stóran kalblett á vellinum. Svona eru hundruð hektara í nærliggjandi sveitum. mbl.is/Skapti

„Þetta er trúlega versta kal í áratugi, síðan á kalárunum alræmdu. En það er frekar staðbundið, þetta er mjög slæma kal,“ segir Ingvar Björnsson ráðunautur hjá Búgarði á Akureyri.

Í Eyjafirði er tjónið mest í nágrenni við Árskógsströnd, í Skíðadal og síðan aftur í Suður-Þingeyjarsýslu í Fnjóskadal, Ljósavatnsskarði, Köldukinn, Bárðardal og Mývatnssveit. Þar að auki eru kalblettir í Reykjadal og Aðaldal.

Tjónið leggst mjög misþungt á bændur, sumsstaðar er nánast ekkert tjón, eins og í innanverðum Eyjafirði, en á þeim svæðum sem það er mest er „algengt að kal í túnum sé 70-90%,“ að sögn Ingvars.

Ástæðan fyrir þessu er að klaka hefur víða ekki tekið upp síðan í desember. Ef hann hylur gras í meira en þrjá mánuði má slá því föstu að kalskemmdir hafi orðið og koma nýlega endurræktuð tún einna verst út, enda viðkvæmust.

Ingvar segir að líklega þurfi að endurrækta, tæta eða plægja upp og sá, í 300-400 hektara lands í fyrrnefndum sveitum. Til samanburðar fer öll kornrækt í Eyjafirði fram á um 500 hekturum. 100-200 þúsund krónur kostar að rækta hvern hektara svo tjónið gæti hlaupið á bilinu þrjátíu til áttatíu milljónir króna.

Ekki hefur orðið vart kals í Húnavatnssýslum eða Skagafirði að sögn ráðunauta þar, nema helst í Fljótunum, þar sem kal er líklega talsvert, að sögn Eiríks Loftssonar hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga. Tröllaskaginn skilur á milli.

Óvíst með bætur fyrir tjónið

Kal fellur undir tryggingasvið Bjargráðasjóðs, skv. upplýsingum þaðan. Sjóðurinn greiðir bætur hins vegar löngu eftir á og miðar þær við hið raunverulega tjón sem verður, þrátt fyrir tilraunir til úrbóta. Þetta verður stór biti fyrir sjóðinn, sem fær 10 milljóna króna framlag frá hinu opinbera á ári og annað eins frá bændum. Ekki er heldur bætt fyrir meira en er til í sjóðnum, en hann er ekki stöndugur núna. Því er óvíst hve mikið af þessu fæst bætt.

Slær í milljón á einstaka bæ

„Þetta er verra hér en það hefur verið síðan 1999,“ segir Þórarinn Lárusson hjá Búnaðarsambandi Austurlands. Tjónið er mest rétt utan við Egilsstaði og á Jökuldal, en ekki er búið að fara um allt svæðið. „Hér var kal annað hvert ár á síðasta áratugi síðustu aldar og alltaf á oddatölu. Nú er oddatalan 2011 en við skulum vona að það sama gerist ekki aftur,“ bætir Þórarinn við.

35% túna voru kalin á einum bæ sem hann skoðaði í gær. „Tjónið gæti slegið upp í milljón krónur á einstaka bæ, en það er ekki gott að segja,“ segir hann.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur kom upp í sumarbústað í Eyjafirði

Í gær, 22:31 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í kvöld vegna bruna í sumarbústað inni í Eyjafirði í kvöld. Engan sakaði og að sögn lögreglunnar á Akureyri gekk slökkvistarf vel. Meira »

Dómur kveðinn upp í lok mánaðar

Í gær, 21:18 Dómur verður kveðinn upp yfir íslenska karlmanninum sem situr í fangelsi í Tirana í Albaníu fyrir smygl á kanna­bis­efn­um í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann mætir fyrir rétt í Tirana, höfuðborg Albaníu, í lok þessa mánaðar og dómur verður kveðinn upp fljótlega eftir það. Meira »

Fjórir með annan vinning

Í gær, 21:02 Fyrsti vinn­ing­ur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en fjórir miðahaf­ar hrepptu ann­an vinn­ing. Hljóta þeir hver um sig tæp­ar 60 millj­ón­ir króna í sinn hlut, en fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Meira »

Stór verkefni í húfi fyrir norðan

Í gær, 20:54 Stór verkefni í millilandaflugi eru í hættu ef ekki fæst vilyrði fyrir svokölluðum blindbúnaði (ILS) á Akureyrarflugvöll, innan mánaðar. Þetta segir Arnheiður Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Meira »

Blóm og út að borða með bóndanum

Í gær, 20:43 Konur virðast ætla að gleðja bóndann sinn í dag í tilefni bóndadagsins. Blóm og góð máltíð á veitingastað mun eflaust kæta margt mannsefnið því blóm seljast í ríkari mæli og konur eru í meirihluta þeirra sem bóka borð fyrir kvöldið á veitingastöðum borgarinnar. Meira »

Leita leiða til að auka útflutning ufsa

Í gær, 20:33 Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í gær. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum. Meira »

Segir sínar sögur síðar

Í gær, 20:11 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Metoo-byltingin hafi haft áhrif á allt samfélagið. Karlmenn hafa beðið hana afsökunar á atvikum úr fortíðinni. Meira »

Allt um Söngvakeppnina

Í gær, 20:18 Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu. Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar snýr aftur í keppnina. Meira »

Mótmæla mengandi iðnaði

Í gær, 19:40 Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Meira »

Ef maður gerir ekki neitt gerist heldur ekki neitt

Í gær, 19:19 „Allt of margir eru áhorfendur en ekki þátttakendur í eigin lífi vegna þess að þá skortir kjark til að spyrja sjálfa sig hvað þá í alvörunni langar til að gera, eignast og verða,“ segir Ingvar Jónsson, markþjálfi og höfundur nýútkominnar bókar, Sigraðu sjálfan þig – Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira! Meira »

Lögunum lekið á netið

Í gær, 18:57 Lögum sem frumflytja átti í upphitunarþætti á RÚV vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var lekið á netið í dag. Var til að mynda hægt að hlusta á brot úr lögunum á Youtube. Meira »

Úr vöfflubakstri í skotfimi

Í gær, 18:41 „Vinkona mín, Bára Einarsdóttir, dró mig nú bara í þetta,“ segir Guðrún Hafberg, 62 ára skytta. Hún fékk skotfimiáhugann 59 ára gömul eftir að vinkona hennar hvatti hana. Meira »

Enn í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

Í gær, 18:21 Mennirnir tveir sem voru handteknir vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnamáli sitja enn í gæsluvarðhaldi.   Meira »

Þrjótar falast eftir kortaupplýsingum

Í gær, 17:38 „Aftur er kominn póstur á kreik í nafni Símans þar [sem] falast [er] eftir greiðslukortaupplýsingum fólks í tölvupósti. Í póstinum eru ósannindum [sic] um endurgreiðslu,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Meira »

Veitur á Akranesi í gáma vegna myglu

Í gær, 17:12 Skrifstofur Veitna við Dalbraut á Akranesi verða rýmdar vegna myglusvepps. Verður starfsemin flutt í skrifstofugáma.  Meira »

Millilandaflug verði tryggt í sessi

Í gær, 17:46 Bæjarráð Akureyrar hefur skorað á þingmenn, ríkisstjórn, samgönguráð og Isavia að grípa nú þegar til nauðsynlegra ráðstafana til að styðja við og tryggja í sessi millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Meira »

Að ættleiða höfrung eða fæða barn

Í gær, 17:34 Er framtíðin komin? Þróunarfræðingurinn Hrund Gunnsteinsdóttir vinnur við það að spá fyrir um þróun næstu áratuga. Í Magasíninu var víða komið við og rætt um mikilvægi forvitninnar, valið um að eignast dýr frekar en börn, fjórðu iðnbyltinguna, genaverkfræði og umhverfisvá vegna barneigna. Meira »

Snjóflóðahætta við Ólafsfjarðarmúla

Í gær, 16:32 Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, en þar segir að óvissuástandi sé lýst yfir þegar talin sé hætta á snjóflóðum, en þó ekki svo mikil að ástæða þyki að loka veginum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

3 sófaborð til sölu
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
Lok á heita potta og hitaveitu-skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - Tilboð kr. 448.000,-
Stapi er nýtt hús frá 2017 sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan mark...
Flutnings, heimilis og Airbnb þrif
Vantar þig þrif ? Sendu okkur skilaboð og fáðu tilboð strax í dag! Systur ehf ...
 
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...