Steingrímur íhugi stöðu sína

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG. Eggert Jóhannesson

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, telur Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra þurfa að „íhuga alvarlega stöðu sína og í umboði hvers hann starfar“ í kjölfar útkomu skýrslu ráðherrans um endurreisn viðskiptabankanna.

Rætt er við Þór og Lilju Mósesdóttur þingmann í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag, þar sem hún setur fram þá kenningu að forgangsröðun í þágu kröfuhafa viðskiptabankanna umfram hagsmuni heimila og fyrirtækja hafi verið liður í að tryggja velvild Breta og Hollendinga. Forgangsröðunin hafi með öðrum orðum verið ein hlið á Svavars-samningunum sem hún kýs að nefna svo en þeim var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010.

Þór tekur undir þessa kenningu enda geti hún ein skýrt þær ákvarðanir sem voru teknar.

„Það er eina skýringin á því að þessi leið var farin. Að öðru leyti er þetta óskiljanlegt. Samfylkingin ber hér líka ábyrgð. Fjármálaráðherra er komin út á það hálan ís í störfum sínum og í svo langan tíma að honum er ekki vært í starfi lengur. Bankarnir voru afhentir kröfuhöfum á hraðferð í gegnum þingið í desember 2009. Það var engin umræða um að verið væri að einkavæða bankana og láta þá í hendur aðila sem engin vissi nokkuð um.“

Skýrslu ráðherra um endurreisn viðskiptabankana má nálgast hér.

Heimilin áttu að fá forgang

Athygli vekur að 22. desember 2008, eða skömmu fyrir búsáhaldabyltinguna, flutti Steingrímur þingræðu sem formaður stjórnarandstöðuflokksins VG um stöðu heimilanna og átaldi þar meint aðgerðaleysi í þeirra þágu. En nú ber svo við að Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, fullyrðir í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag, að þolinmæði samtakanna sé á þrotum. Má af henni skilja að stutt sé í að pottar og pönnur verði dregnar fram á nýjan leik.

Við þetta tækifæri varaði Steingrímur við landflótta en sú hefur einmitt verið raunin síðan efnahagshrunið varð, enda hafa hátt í 29.000 manns, íslenskir sem erlendir ríkisborgarar, flust af landi brott frá ársbyrjun 2008, að því er fram kemur í gögnum Hagstofu Íslands.

Orðrétt sagði Steingrímur:

„Ríkisstjórnin kynnti líka á hinum frægu karamellufundum sínum síðdegis á föstudögum með hálfs mánaðar millibili, held ég, meðan hún naut ráðgjafar norska hermála- og almannatengslafulltrúans sem kostaði örugglega eitthvað, annars vegar blað um aðgerðir til stuðnings heimilunum og svo seinna aðgerðir til stuðnings atvinnulífinu.

Það var magurt svo að vægt sé til orða tekið hvort tveggja. Síðan hefur ekkert af því heyrst. Er eitthvað í fjárlagafrumvarpinu sem bendir til þess að ríkisstjórnin sé með einhverja heildstæða áætlun, einhverja hugsun, eitthvert „prógramm“ um hvernig styðja eigi heimilin í alvörunni í gegnum erfiðleikana og hvernig eigi ekki bara helst að halda atvinnulífinu á lífi heldur vonandi horfa til aukinna verðmætasköpunarmöguleika og allra tækifæra sem mögulegt er að nýta sem hefur aldrei verið okkur mikilvægari en nú, a.m.k. um langt árabil?

Það er því miður ekki, það er engu slíku til að dreifa hér. Stundum er sagt að það sé dýrt að vera fátækur og það er rétt. En leiðin út úr fátæktinni er þó að reyna eitthvað, reyna að bæta aðstæður sínar, reyna að afla tekna.

Hvað er það sem er mikilvægast af öllu fyrir Ísland núna? Það er að verjast atvinnuleysi og það er að verjast landflótta, það er engin spurning. Þær bráðustu hættur sem að okkur steðja og munu gera hlutina enn óviðráðanlegri ef mönnum tekst ekkert til í þeim efnum er að við missum atvinnuleysi upp úr öllu valdi og að ekkert rofi til í þeim efnum.

Það mun verða ávísun á landflótta fyrr eða síðar. Ef ekki tekst að draga upp það andrúmsloft að menn ætli að snúa sér af alvöru og kjarki í að takast á við þessa erfiðleika en ekki hrekjast undan eins og núverandi blessuð ríkisstjórn hefur gert fram að þessu lítur þetta satt best að segja því miður ekkert allt of glæsilega út hjá okkur, frú forseti. Það er dapurlegt að þurfa að segja það og horfast í augu við það.“

mbl.is

Innlent »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Ásgerður skipar fyrsta sætið

Í gær, 21:38 Alls greiddu 711 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fékk flest atkvæði eða 534 atkvæði alls, en 463 í fyrsta sætið. Meira »

Fjórir létust úr listeríusýkingu

Í gær, 21:13 Óvenjumargir eða sjö einstaklingar greindust með listeríusýkingu á síðasta ári. Fjórir af þessum sjúklingum létust, þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma en einn var nýfætt barn. Sýkingarnar voru taldar innlendar í sex af þessum tilfellum. Meira »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

Í gær, 19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

Í gær, 19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Tvöfaldur pottur næst

Í gær, 19:27 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni og verður lottópotturinn tvöfaldur í næstu viku. Einn miðaeigandi var með bónusvinninginn og hlýtur hann 656.100 kr., en miðinn var keyptur í N1, Hafnargötu 86 í Reykjanesbæ. Meira »

Landspítalann aldrei jafnöflugur og nú

Í gær, 19:38 Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, segir að spítalinn hafi aldrei verið öflugri en nú og rangt sé að hann ætli að draga úr starfsemi líkt og fram hafi komið í fréttum. Meira »

Beinbrunasótt greind á Íslandi

Í gær, 18:54 Ungur maður kom í nóvember heim til Íslands eftir að hafa dvalist á Filippseyjum. Hann veiktist á heimleiðinni með hita, skjálfta, niðurgangi og almennum slappleika. Staðfest var með blóðprófi að um beinbrunasótt (Dengue) var að ræða en aðeins einu sinni áður hefur hún greinst hér á landi. Meira »

27 greindust með HIV í fyrra

Í gær, 18:44 Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017. Meðalaldur hinna sýktu er 35 ár (aldursbil 16‒59 ára). Af þeim sem greindust á árinu voru þrjár konur og 18 voru af erlendu bergi brotnir (67%). Meira »

Konu bjargað upp úr gjá

Í gær, 18:06 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarfólk komu göngukonu til bjargar í Heiðmörk á sjötta tímanum en konan hafði fallið niður í gjá á gönguleið. Meira »

Peningar eru ekki vandamálið

Í gær, 17:44 „Það er mjög óheppilegt að þetta skuli koma upp og hefði verið gott ef menn hefðu hugsað þetta áður en lagt var af stað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra um stöðuna í millilandaflugi á Akureyri. Meira »

Ábyrgð samfélagsmiðla nú til umræðu

Í gær, 17:39 Lærdómurinn fyrir íslenska unglinga, sem eru endalaust að senda nektarmyndir af sér í gegnum Snapchat, er sá að þegar fólk áframsendir nektarmyndir af fólki sem er börn í lagalegum skilningi, þá er það að deila barnaklámi,“ segir María Rún Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði. Meira »

Óvissustig í Ólafsfjarðarmúla

Í gær, 16:20 Siglufjarðarvegur er enn lokaður vegna snjóflóðahættu og óvissustig gildir í Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veðurspáin hefur hins vegar skánað fyrir morgundaginn. Meira »

Látinn laus í Malaga

Í gær, 14:50 Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni, grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Meira »

Sýning fellur niður

Í gær, 17:33 Leiksýningin Himnaríki og helvíti fellur niður á morgun, sunnudaginn 21. janúar, vegna veikinda.  Meira »

Gera kröfu í dánarbú meints geranda

Í gær, 15:32 Óskað verður eftir opinberri rannsókn á meintum fjárdrætti fyrrverandi starfsmanns Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. á árunum 2010-2015. Lögmanni Höfða hefur verið falið að gera kröfu í dánarbú meints geranda. Meira »

Allt uppselt á innan við klukkustund

Í gær, 14:26 Bræðurnir Daníel Ólafur og Róbert Frímann voru fyrir jól í gönguferð um Gróttu ásamt föður sínum þegar Róbert stakk upp á því að hefja sölu á kakói í Gróttu. Svo bættust kleinur við og í dag mættu þeir í annað skiptið að selja til gesta og gangandi. Þeir hafa vart undan og uppselt var strax. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
Flott föt, fyrir flottar konur
Vertu þú sjálf, vertu Bella Donna Fallegur og vandaður fatnaður, frá Hollandi, ...
 
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...