Viðbúnaðarstig almannavarna lækkað

Frá eldgosinu í Grímsvötnum.
Frá eldgosinu í Grímsvötnum. mbl.is/Björn Oddsson

Ríkislögreglustjóri hefur tekið ákvörðun um að færa viðbúnað almannavarna vegna eldgossins í Grímsvötnum af neyðarstigi niður á hættustig samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá almannavarnadeild embættisins. Fram kemur að ákvörðunin sé tekin í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Eskifirði.

Samkvæmt heimasíðu embættis ríkislögreglustjóra er um þrjú almannavarnastig að ræða, í fyrsta lagi óvissustig, þá hættustig og loks neyðarstig. Fram kemur að almannavarnarstigin séu „flokkuð eftir alvarleika, umfangi viðbúnaðar og þörf á forgangshraða viðbragðsaðila.“

Nánar um almannavarnarstigin á heimasíðu Ríkislögreglustjóra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert