Samúðarkveðja til norsku þjóðarinnar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

Forsætisráðherra hefur sent forsætisráðherra Noregs samúðarkveðjur fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og íslensku þjóðarinnar, vegna þeirra sorglegu atburða sem gerst hafa í Noregi í dag.  Jafnframt hefur forsætisráðherra boðið fram aðstoð sem Ísland gæti hugsanlega veitt.

„Við finnum innilega til með norsku þjóðinni á þessum erfiðu og óvissu tímum og höfum boðið fram alla þá aðstoð sem Ísland gæti hugsanlega veitt.  Til að sýna samhug með norsku þjóðinni verður flaggað í hálfa stöng á byggingum Stjórnarráðsins á morgun, laugardag og hvet ég Íslendinga til að sýna einnig samhug sinn með þeim hætti,“  segir í samúðarkveðju Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina