Teflt í heita pottinum

Sundlaugargestir í Laugardalslaug lyftu brúnum í morgun þegar þeir sáu menn sitja að tafli í heita pottinum.

Þarna reyndust vera á ferð Stefán Bergsson, framkvæmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur og Bragi Þorfinnsson, landsliðsmaður í skák, en skákakademían og Skáksamband Íslands standa nú fyrir átaki, sem nefnist Skák út um allt. 

mbl.is