Andlát: Margrét Hannesdóttir

Margrét Hannesdóttir.
Margrét Hannesdóttir.

Margrét Hannesdóttir frá Núpsstað í Skaftafellssýslu er látin. Margrét sem var fædd 1904 varð 107 ára hinn 15. júlí sl. og var næstelst Íslendinga.

Margrét var dóttir Hannesar Jónssonar, landpósts og bónda, og Þórönnu Þórarinsdóttur, húsfreyju. Hannesi og Þórönnu varð tíu barna auðið og var Margrét elst þeirra. Þrjú þeirra eru eftirlifandi:

Jón, f.14. nóv. 1913, Jóna, f. 30. mars 1923 og Ágústa, f. 4. ágúst 1930.

Eiginmaður Margrétar var Samúel Kristjánsson, fæddur að Kumlá í Grunnavík á Ströndum, sjómaður í Reykjavík, og áttu þau fimm börn, Hönnu Þórönnu, f. 22.3. 1932, d. 21.4. 2010, Jón Val, f. 21.8. 1933, Elsu, f. 23.11. 1935, Auði Helgu, f.20.12. 1941, d. 15.1. 1993 og Margréti, f. 11.3. 1944.

Afkomendur Margrétar og Samúels eru orðnir hátt í 70 talsins en Margrét náði þeim merka áfanga að verða langalangalangamma.

Margrét hafði stálminni og gat sagt sögur af atburðum sem fáir muna eftir.

Hún lýsti til að mynda Kötlugosinu 1918 í viðtali við Morgunblaðið fyrir fáum árum og sagðist aldrei hafa heyrt annan eins skruggugang. Lætin þá hafi verið óskapleg en Margrét var 14 ára þegar gosið hófst.

Síðustu 35 árin bjó Margrét ein að heimili sínu á Langholtsvegi í Reykjavík en hún byggði húsið ásamt manni sínum.

Hún var alla tíð við góða heilsu og lagðist í fyrsta skipti inn á sjúkrastofnun þegar hún handleggsbrotnaði í febrúar nú í ár.

Margrét andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 3. ágúst sl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert