Vísbendingar um að Katla sé að búa sig undir eldgos

Horft til vesturs yfir Mýrdalsjökul.
Horft til vesturs yfir Mýrdalsjökul. mbl.is/RAX

„Þessi merki sem nú eru, aukin smáskjálftavirkni og aukin jarðhitavirkni og einhverjar vísbendingar um útþenslu á eldstöðinni, eru dæmigerð merki um að Katla sé að búa sig undir eldgos.“

Þetta sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðvísindamaður eftir að hafa flogið yfir Mýrdalsjökul í gær.

Hann tók fram að Katla hefði gert slíkt áður án þess að það leiddi til goss. Ekki hefði sést nein augljós skýring á þeim óróa sem var í gær. Margir smáskjálftar urðu í Mýrdalsjökli í gær og skjálftavirkni hefur verið þar síðustu daga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert