Þarf að safna tugum milljóna fyrir aðgerð

Guðmundur Felix Grétarsson
Guðmundur Felix Grétarsson Gísli Hjálmar Svendsen

„Það er rosalegt fé sem mig vantar. Við stefnum á að safna um 40 milljónum en síðan segir að það séu komnar inn rúmar 3,6 milljónir. Ég á hins vegar eftir að fara yfir stöðuna á söfnuninni og uppfæra þá tölu,“ segir Guðmundur Felix Grétarsson sem opnaði í gær bloggsíðuna hendur.is

Á henni getur fólk fylgst með því hvernig honum gengur að safna fyrir handleggjaágræðslu í Frakklandi. Læknar hafa gefið grænt ljós á aðgerðina og nú vantar bara peningana. 

Guðmundur segist reyndar gogga fremur en blogga þar sem hann þarf að nota blýant við að skrifa inn á tölvuna og síðan því goggsíða fremur en bloggsíða.

„Það eru búin að vera svakalega góð viðbrögð við síðunni og fólk búið að vera duglegt að deila henni,“ segir Guðmundur.  Síðan hafi verið komin með nær tíu þúsund heimsóknir um fjögurleytið í dag og fjölmargir skrifað í athugasemdakerfið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert