Litlar breytingar á fylgi flokka

Þingmenn á Alþingi
Þingmenn á Alþingi mbl.is/Ómar

Liðlega 36% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag, nær 22% segjast myndu kjósa Samfylkinguna, tæplega 16% Framsóknarflokkinn, næstum 15% Vinstrihreyfinguna - grænt framboð og 3% Hreyfinguna, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.

Óveruleg breyting mælist á fylgi flokkanna milli ágúst og september. Fylgi Framsóknarflokksins minnkar um rúmt prósentustig meðal þeirra sem nefna einhvern flokk en að sama skapi eykst fylgi við Vinstrihreyfinguna - grænt framboð um tæpt prósentustig.

14% myndu skila auðu eða ekki kjósa

Tæplega 14% svarenda taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og rúmlega 14% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist óbreyttur milli mánaða en ríkisstjórnin mælist með stuðning tæplega 34% þeirra sem taka afstöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert