Fiðrildalirfur, þúsundfætlur og garðaklaufhali

Garðaklaufhalar. Myndin er af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Garðaklaufhalar. Myndin er af vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, segir á vef Náttúrufræðistofnunar, að hann hafi nú í október tekið lítið jarðvegssýni úr innfluttri pottaplöntu. Í sýninu fundust tvær fiðrildalirfur, nokkur fjöldi þúsundfætlna, ungviði garðaklaufhala, ánamaðkur og hvítmaðkur.

Segir Erling, að þetta litla dæmi sýni að viðvaranir hans við ýmis tækifæri um að innflutningur pottaplantna til landsins sé ekki án áhættu fyrir íslenska lífríkið séu ekki úr lausu lofti gripnar.

Erling segir, að aðrar lífverur hafi ekki verið skoðaðar í þessu tilfelli. Gróðurmold sé vistkerfi með fjölda lífvera sem nauðsynlegar séu fyrir kerfið til að virka. Plantan í pottinum þrifist varla ef ekki væri til staðar fjöldi örvera, þ.e. gerla og sveppa, sem þær lifa í sambýli við. Í innflutta jarðveginum séu örugglega einnig frumdýr, þráðormar og fleira úr dýraríkinu og algengt sé að sjá þörungaskán á yfirborðinu, jafnvel dágóða þekju mosa.

Vefur Náttúrufræðistofnunar Íslands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert