Álögur á sjóðina úr fimm áttum

Eru hin breiðu bök að finna hjá lífeyrissjóðunum?
Eru hin breiðu bök að finna hjá lífeyrissjóðunum?

Hörð viðbrögð eru við frumvarpi fjármálaráðherra um tímabundinn skatt á lífeyrissjóðina. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, telur brýnt að upplýst verði um heildarálögur á lífeyrissjóðina, sem hann segir orðnar æði miklar.

Sjóðirnir þurfi nú að inna af hendi greiðslur vegna t.d. umboðsmanns skuldara, Fjármálaeftirlitsins, fjársýsluskattsins, VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs og vaxtaniðurgreiðslna.

Útgjöldin geti í mörgum tilfellum talist réttmæt en vegna misréttis í kerfinu standi almennu sjóðirnir frammi fyrir því að þurfa að skerða réttindi félaga sinna á meðan opinberu sjóðirnir hækki einfaldlega iðgjöldin.

Fjármálaeftirlitið gerir athugasemdir við grundvallarbreytingar á starfsemi lífeyrissjóðanna, sem sinni nú öðrum verkefnum en lög segja til um.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segjast leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar  munu sækja rétt félaga sinna fyrir dómstólum verði ekki hætt við fyrirhuguð áform um að skattleggja hreina eign lífeyrissjóðanna til þess að standa straum af vaxtaniðurgreiðslum fyrir árin 2011 og 2012.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert