Sigmundur Ernir: Rangt að ákæra Geir

Sigmundur Ernir Rúnarsson
Sigmundur Ernir Rúnarsson mbl.is/Ómar

„Ég er því fylgjandi enda greiddi ég atkvæði gegn ákærum á sínum tíma. Ég tel algjörlega ófært að hengja refsimiðann á einhverja einstaklinga, hvað þá einn,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, aðspurður um afstöðu sína til hugsanlegrar þingsályktunartillögu um að fella niður málið á hendur Geir H. Haarde fyrir landsdómi.

Sigmundur Ernir var staddur á alþjóðaflugvelli í Lundúnum þegar mbl.is ræddi við hann fyrir stundu og vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið á þessu stigi.

mbl.is