Útvarpsstjóri svarar fyrrverandi ráðherra

Páll Magnússon útvarpsstjóri.
Páll Magnússon útvarpsstjóri. mbl.is

„Ef fjöldamorðin í Noregi og fórnarlömb þeirra væru höfð í flimtingum í Áramótaskaupi þætti mér það jafn forkastanlegt og þér. Ég er þeirrar skoðunar að það hafi ekki verið gert með þeirri setningu í Skaupinu sem skírskotaði til morðingjans.“ Þetta segir Páll Magnússon útvarpsstjóri í svari sínu til Eiðs Guðnasonar, fyrrverandi þingmanns og ráðherra, en sá síðarnefndi sagði í færslu á vefsvæði sínu að Páll ætti að biðja sendiherra Noregs afsökunar á því að „skopast skyldi að fjöldamorðunum í Útey í Noregi og þau voðaverk sem þar voru framin höfð í flimtingum“ í Áramótaskaupinu.

Eiður birtir í kvöld á vefsvæði sínu svar útvarpsstjóra við færslu sinni. Í bréfi sínu spyr Páll meðal annars hvort Eiður trúi því að unga listafólkið sem skrifaði og leikstýrði Árámótaskaupinu í þriðja sinn sé svo illa innrætt að hafa ætlað sér að hafa harmleikinn í flimtingum.

Í framhaldi af birtingu bréfs útvarpsstjóra svarar Eiður því. „Það voru mistök að hafa tilvísun í Úteyjarmorðin í Skaupinu. Öllum geta orðið á mistök, en það eru ekki allir menn til að viðurkenna eigin mistök. Því miður,“ segir Eiður meðal annars.

Vefsvæði Eiðs Guðnasonar

Færsla Eiðs um Áramótaskaupið

Eiður Guðnason
Eiður Guðnason mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert