Búnir að nota svigrúmið

mbl.is/Arnaldur

Bankarnir eru þegar búnir að lækka íbúðalán til einstaklinga um 144 milljarða króna frá hruni en fengu afslátt upp á 95 milljarða þegar lánasöfnin voru færð úr gömlu bönkunum í nýja eftir hrunið 2008.

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands álítur því að þeir hafi ekki svigrúm til frekari skuldalækkunar. Í nýrri skýrslu sem hún vann að ósk stjórnvalda kemur fram að leið almennrar, flatrar skuldaniðurfærslu um 18,7%, sem Hagsmunasamtök heimilanna mæla með, myndi kosta ríkissjóð um 200 milljarða. Það svarar til um 37% af útgjöldum ríkissjóðs á þessu ári.

Hagsmunasamtökin vilja að fólk sem á meira en 15 milljónir á reikningum greiði kostnaðinn að hluta en hafa einnig bent á að hægt væri beinlínis að skattleggja hagnað bankanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert