Íslenskur ofurmáni á CNN

Ljósmyndir frá Halldóri Sigurðssyni af ofurmána sem var á næturhimninum í nótt hafa verið birtar á fréttavef bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN. Halldór sendi mbl.is myndirnar einnig til birtingar og fylgja þær þessari frétt. Heiðskírt var víða sunnanlands og vestan í nótt og sást því ofurmáninn vel.

Ofurmáni (e. supermoon) verður þegar tungl er fullt og það er samtímis næst jörðu á sporbaugi sínum. Tunglið var því um 14% stærra á næturhimninum og 30% bjartara í gærkvöldi og nótt en gengur og gerist á fullu tungli þetta árið.

„Þetta var mögnuð sjón,“ segir Halldór Sigurðsson sem tók myndirnar. „Tunglsljósið litaði svo næturhimininn svo hann varð ferskjulitaður sem var mjög fallegt.“

Myndirnar tók Halldór við Perluna í Reykjavík og þær hafa nú ratað á fréttavef CNN.

Þá tók Guðmundur Guðmundsson, skipsverji á Frosta VE, einnig myndir af ofurmánanum og sendi mbl.is. Myndin var tekin um kl. fjögur í nótt, á siglingu norðan við Straumnes.

Frétt CNN

Frétt mbl.is um fyrirbærið: Ofurmáni á himni í nótt 

mbl.is

Bloggað um fréttina