Já- og nei-hreyfingar fá styrki

mbl.is/Reuters

Úthlutunarnefnd sem forsætisnefnd Alþingis skipaði til að úthluta styrkjum til að stuðla að opinberri og upplýstri umræðu og fræðslu um Evrópusambandið hefur tekið ákvörðun um úthlutun styrkja árið 2012. Úthlutunarfé til ráðstöfunar nam 19 milljónum króna.

Alls bárust nefndinni 12 umsóknir og uppfylltu níu þeirra skilyrði sem kveðið er á um í úthlutunarreglum. Við úthlutun var sérstaklega gætt að því að fjárveitingar til andstæðra sjónarmiða til Evrópusambandsaðildar væru sem jafnastar. Eftirtaldir aðilar hljóta styrk árið 2012: 

Já-hreyfingar, samtals 9,5 milljónir kr.:


Sterkara Ísland, styrkur að fjárhæð kr. 5.000.000 til neðangreinds verkefnis:

 1. Kynningarherferð um helstu sjónarmið.


Evrópusamtökin, styrkur að fjárhæð kr. 1.500.000 til neðangreindra verkefna:

 1. Úttekt á hagrænum áhrifum aðildar.
 2. ESB skóli á flakki um landið – fræðslunámskeið fyrir hópa.


Ungir Evrópusinnar, styrkur að fjárhæð kr. 1.500.000 til neðangreindra verkefna:

 1. Fræðslufundir í framhaldsskólum.
 2. Kjósum um framtíðina með ESB – herferð.
 3. Evrópuskóli unga fólksins – sumarskóli.


Sjálfstæðir Evrópumenn, styrkur að fjárhæð kr. 1.500.000 til neðangreindra verkefna:

 1. Blaðaútgáfa um kosti aðildar Íslands að ESB.
 2. Fundaherferð um landið um kosti ESB.Nei-hreyfingar, samtals 9,5 milljónir kr.:


Evrópuvaktin, styrkur að fjárhæð kr. 1.500.000 til neðangreindra verkefna:

 1. Málþing.
 2. Úttektir.


Heimssýn, styrkur að fjárhæð kr. 4.500.000 til neðangreindra verkefna:

 1. Sérblað um Evrópusambandið, umsókn Íslands og fullveldið.
 2. Stuttmyndaröð um Evrópusambandið og Ísland.


Ísafold – félag ungs fólks gegn ESB, styrkur að fjárhæð kr. 1.500.000 til neðangreindra verkefna:

 1. Kynningarherferð í fjölmiðlum og prentun bæklinga.
 2. Alþjóðleg ráðstefna um Evrópusamrunann.


Samstaða þjóðar, styrkur að fjárhæð kr. 1.000.000 til neðangreinds verkefnis:

 1. Vefsíðuhönnun og vefsíðugerð.


Samtök um rannsóknir á Evrópusambandinu (ESB) og tengslum þess við Ísland, styrkur að fjárhæð kr. 1.000.000 til neðangreindra verkefna:

 1. Undirbúningur, útgáfa og dreifing greinasafns í formi ritraðar um ESB-málefni.
 2. Vefsíðuhönnun og vefsíðugerð.Á vefsvæði Alþingis segir að styrkir til já- og nei-hreyfinga séu hluti af sérverkefni Alþingis til að stuðla að opinberri og upplýstri umræðu og fræðslu um Evrópusambandið. „Ásamt styrkveitingum til málsvara andstæðra sjónarmiða til aðildar Íslands að Evrópusambandinu fjármagnar Alþingi rekstur sérstaks upplýsingavefs, Evrópuvefsins, sem hefur það að markmiði að veita almenningi aðgang að hlutlægum, málefnalegum og trúverðugum upplýsingum um Evrópusambandið, aðildarumsókn Íslands og Evrópumál í víðara samhengi.“

mbl.is