Opnað á dreifingu Kóransins

Með nýju reglunum er opnað á dreifingu Kóransins í grunnskólum ...
Með nýju reglunum er opnað á dreifingu Kóransins í grunnskólum Hafnarfjarðar eins og annarra trúarrita sem notuð eru í kennslufræðilegum tilgangi. Kristinn Ingvarsson

Með nýjum viðmiðunarreglum um samskipti leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar við trúar- og lífsskoðunarfélög er opnað á að múslímar dreifi Kóraninum til nemenda og sama hátt og Gídeon-félagið hafi dreift Nýja testamentinu undanfarna áratugi. Skilyrðið verður í báðum tilvikum að ritin séu notið við kennslu.

Eins og greint hefur verið frá á mbl.is í dag samþykkti fræðsluráð Hafnarfjarðar í morgun nýjar viðmiðunarreglur um samskipti leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar við trúar- og lífsskoðunarfélög. Einnig var greint frá því að bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks teldi reglurnar ekki koma í veg fyrir að Gídeon-félagið kæmi í skóla og dreifði Nýja testamentinu til nemenda.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður fræðsluráðs, segir að það sem fyrst og fremst hafi verið tekist á um í starfi nefndarinnar hafi verið dreifing boðandi efnis í skólunum. „Við förum aðra leið en Reykjavík, en þar var sett á hreint og klárt bann við dreifingu Nýja testamentisins. Við tölum um að ekki eigi að dreifa boðandi efni í trúarlegum tilgangi. Hins vegar tökum við sérstaklega fram að dreifa megi efni sem tengist fræðslu og stuðlar að menningarlæsi barna. Þannig að sé efnið notað í kennslufræðilegum tilgangi er komin upp ný staða.“

Skólans að meta fræðslugildið

Í viðmiðunarreglunum segir að trúar- og lífsskoðunarfélög skuli ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla bæjarins á skólatíma. Guðrún Ágústa segir að þarna sé aðeins verið að skrásetja vinnubrögð sem skólarnir hafi þróað undanfarin ár, enda stundi trúar- og lífsskoðunarfélög ekki starfsemi innan skólanna í dag.

Þá segir að starfsemin eigi við um allar heimsóknir í lífsskoðunar- og trúarlegum tilgangi og dreifingu á boðandi efni. „Með boðandi efni er átt við hluti sem gefnir eru eða notaðir sem hluti af trúboði, það er tákngripir, fjölfölduð trúar- og lífsskoðunarrit, bækur, hljóðrit, prentmyndir og kvikmyndir. Ekki er átt við efni sem tengist fræðslu er stuðlar að menningarlæsi barna.“

Guðrún segir að þarna sé því farin önnur leið en í Reykjavík. „Þeir tóku hreina og klára afstöðu en við töldum að annaðhvort þyrfti að banna eða beita jafnræði, þannig að ljóst sé að efnið sé í kennslufræðilegum tilgangi en ekki boðandi tilgangi.“

Hver ákveður hvaða efni tengist kennslunni?

„Það hefur fram til þessa verið í höndum kennara og skólastjórnenda, og verður áfram. Og með viðmiðunarreglunum er kominn farvegur fyrir foreldra ef þeir túlka þetta með öðrum hætti, þá er því vísað til úrskurðar Fræðsluþjónustunnar.“

Ekki allt boðandi efni fræðsluefni

Beðin um að gefa dæmi um efni sem geti fallið undir kennslufræðilegt efni nefnir Guðrún Ágústa Nýja testamentið. „Þetta er rit sem hægt er að nýta, eða hluta af því í trúarbragðafræði. En við setjum þetta í hendurnar á skólastjórnendum og kennurum.“

Er ekki hægt að nota Kóraninn í trúarbragðafræði?

„Jú, í trúarbragðafræði sem hluta af kennslufræðilegu efni til að stuðla að menningarlæsi barna. Við vísum í þessi rit í kennsluefni.“

Þannig að heimilað er að dreifa Kóraninum í grunnskólum Hafnarfjarðar?

„Sem kennslufræðilegu gagni, já.“

Spurð hvort viðmiðunarreglurnar séu ekki óljósar segir Guðrún Ágústa að svo ekki. Það skipti máli að binda ekki faglegar kennslufræðilegar forsendur kennara til að starfa samkvæmt aðalnámskrá leik- og grunnskóla.

En getur ekki allt boðandi efni sem talið er upp í reglunum talist fræðsluefni sem stuðli að menningarlæsi barna?

„Það þarf nú ekki að vera. Ég treysti mér ekki til að tína til hvað sé ekki fræðsluefni, en ég myndi halda að þau rit sem ákveðin trúfélög ganga um með í hús til fólks væri hreint og klárt boðandi efni og ekki til þess fallið að stuðla að menningarlæsi barna.“

Geta látið starfsmenn skólans fá efnið

Á vefsvæði Gídeonfélagsins er fjallað um það hvernig dreifing Nýja testamentisins fer fram. Þar segir: „Úthlutun fer þannig fram að í upphafi segja félagar frá stofnun félagsins og að því loknu er þeim nemendum sem þiggja vilja bókina afhent hún og farið í stuttu máli yfir hvernig Biblían skiptist í Gamla og Nýja testamentið. Einnig er farið yfir hvernig rit Biblíunnar skiptast í kafla og vers og nemendum kennt að fletta upp ritningarversi.

Spurð hvort það stangist ekki á við reglurnar, þ.e. það ákvæði að trúar- og lífsskoðunarfélög skuli ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla, að félög komi og dreifi efni sínu þó svo um fræðsluefni sé að ræða, segir Guðrún Ágústa: „Þau geta komið og látið starfsmenn skólanna fá efnið. Þá er það skólans að meta hvort það verði tekið og kennari noti það í kennslufræðilegum tilgangi.“

Guðrún Ágústa tekur skýrt fram að reglurnar verði endurskoðaðar innan árs með hlutaðeigandi aðilum.

Ungur drengur með Kóraninn.
Ungur drengur með Kóraninn. AP
Enn má setja upp helgileiki í Hafnarfirði.
Enn má setja upp helgileiki í Hafnarfirði. mbl.is/Ernir
Staflar af Kóraninum.
Staflar af Kóraninum. Reuters
mbl.is

Innlent »

„Dickish behaviour“ að taka þetta

13:48 Dagsson.com, fyrirtæki Hugleiks Dagssonar, má ekki lengur prenta orðið HÚ! á boli líkt gert hefur frá því hann teiknaði mynd af karli í landsliðsbúningi að segja HÚ! sumarið 2016. Teikningin kallast einfaldlega HÚ! Meira »

Grunur um salmonellusmit í grísahakki

13:15 Grunur er um salmonellusmit í grísahakki frá Síld og fiski ehf. og hefur hakk sem var pakkað dagana 21. mars til 23. mars verið innkallað vegna þess. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að frekari rannsóknir þurfi til að staðfesta gruninn, en þangað til þyki rétt að innkalla vöruna. Meira »

Listi Samfylkingarinnar í Árborg

12:46 Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 var samþykktur á aðalfundi félagsins í gærkvöld. Eggert Valur Guðmundsson er oddviti flokksins. Meira »

Hjúkrunarfræðingar styðja ljósmæður

12:31 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu ljósmæðra og þær kröfur sem stéttin hefur sett fram um bætt starfs- og launakjör. Fíh hvetur ríkisstjórn og samninganefnd ríkisins til að ganga til samninga við ljósmæður hið fyrsta. Meira »

Allt að 57% verðmunur á páskaeggjum

12:28 Mikill verðmunur var á páskaeggjum og páskamat þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum hinn 20. mars. Ódýrustu páskaeggin var langoftast að finna í Bónus eða í 28 tilfellum af 32 á meðan Hagkaup var oftast með dýrustu páskaeggin eða í 19 af 32 tilfellum. Meira »

„Nú er þolinmæði okkar þrotin“

12:16 Þungt hljóð er í forystu samninganefndar Félags framhaldsskólakennara eftir fund með ríkissáttasemjara í morgun.   Meira »

Sváfu frekar lítið næstu nótt

11:56 Lottóvinningurinn á síðasta laugardag féll í skaut eldri hjóna sem keypt höfðu 10 raða Lottómiða með Jóker hjá 10-11 Fitjum í Reykjanesbæ. Vinningurinn var ekki af verri endanum eða 26 skattfrjálsar milljónir samkvæmt upplýsingum frá Getspá. Meira »

Kári gagnrýnir íslenskt skrifræði

12:05 „Einhverra hluta vegna er þessi „burocracia“ þess eðlis að hún vill ekki nýta sér þá getu sem við höfum. Ég gæti að öllum líkindum sagt þeim hver maðurinn er sem þetta bein er af ef hann er íslenskur,“ segir Kári Stefánsson, um bein sem fundust í Faxaflóa og voru send til greiningar til Svíþjóðar. Meira »

Gera ráð fyrir Fossvogslaug

11:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að gera ráð fyrir sundlaug við deiliskipulag í Fossvogsdal, nálægt Fossvogsskóla og Snælandsskóla um miðbik dalsins. Meira »

Vilja breyta ferðavenjum borgarbúa

11:33 „Fyrirferðamesta samgönguverkefnið á árinu hefur verið borgarlína,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, á málþinginu „Léttum á umferðinni“ sem fram fór í Ráðhúsinu í morgun. Þar var fjallað um samgöngur í Reykjavík. Meira »

Flutt með þyrlu eftir bílslys

11:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti konu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í morgun eftir bílslys sem varð í Miðfirði fyrir klukkan kl. 8 í morgun. Konan, sem var ein í bílnum, missti stjórn á bifreiðinni í vondri færð með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar. Meira »

„Eigum að hætta að vera leiðinlegi karlinn“

11:12 Áslaug Friðriksdóttir segir að skortur sé á umburðarlyndi fyrir mismunandi skoðunum innan flokksins. Hún segir að flokkurinn taki þá áhættu að höfða til þrengri hóps í komandi sveitarstjórnarkosningum. „Við eigum að hætta að vera leiðinlegi karlinn í partíinu.“ Meira »

Neita að ganga í gegnum píku

11:10 Fjalar Sigurðarson og Hlédís Sveinsdóttir komu í heimsókn í liðinn Vikan í hnotskurn í morgunþættinum Ísland vaknar í morgun og voru þar beðin um að velja m.a. gleði og vonbrigði vikunnar. Meira »

Karlakór er gefandi félagsskapur

10:30 Karlakórinn Hreimur hefur sett svip sinn á menningarlíf Þingeyinga í meira en fjóra áratugi. Hann er skipaður um 60 mönnum sem hittast tvisvar í viku allan veturinn í félagsheimilinu Ýdölum í Aðaldal, til þess að syngja og eiga stund saman. Meira »

Sjálfskapað víti í morgunsárið

10:06 Loga leið ekki vel í morgun þegar hann vaknaði og að eigin sögn hefði hann ekki slegið hendinni á móti einni Mix flösku. Aðspurður hvernig það tengdist því að ná betri heilsu sagði Logi að þetta væri gott húsráð við ákveðnu ástandi. Meira »

Bakkaði á múrvegg og braut hann

10:58 Erlendur ferðamaður sem var á ferð í Keflavík í vikunni varð fyrir því óláni að bakka bifreið úr stæði beint á múrvegg með þeim afleiðingum að veggurinn brotnaði. Meira »

Sautján ára á 147 km/klst hraða

10:30 Sautján ára ökumaður mældist á 147 km hraða í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Marzellíus leiðir Framsókn á Ísafirði

10:04 Listi Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ var samþykktur einróma á félagsfundi í gærkvöldi. Í fréttatilkynningu segir að áhersla hafi verið lögð á að fá ungt og hæfileikaríkt fólk í bland við reyndari frambjóðendur með fjölbreyttan bakgrunn. Meira »
Antik flott innskotsborð - innlögð plata
Er með flott antik innskotsborð innlagt með rósum á 48.000 kr. Sími 869-2798....
Múrverk
Múrverk sími 8919193...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...