Fyrsti kvenbiskupinn vígður

Fráfarandi og verðandi biskupar með tákn biskups, bagal og mítur.
Fráfarandi og verðandi biskupar með tákn biskups, bagal og mítur. mbl.is/Kristinn

Séra Agnes M. Sigurðardóttir verður vígð sem 57. biskup Íslands á sunnudaginn kemur í Hallgrímskirkju, talið frá Ísleifi Gissurarsyni, fyrsta biskupnum í Skálholti, sem vígður var árið 1056 af páfanum í Róm. Biskupsembættið hefur því verið lengst við lýði allra stjórnunarembætta á Íslandi.

Lengst af öldum fóru íslenskir biskupar úr landi til að hljóta vígslu þangað til Þórhallur Bjarnarson var vígður í Dómkirkjunni árið 1908. Hafa biskupar Íslands verið vígðir þar síðan, eða þar til Karl Sigurbjörnsson var vígður í Hallgrímskirkju árið 1998.

Fjölmargir erlendir gestir verða viðstaddir biskupsvígsluna nú, þar á meðal biskupar frá Norðurlöndum og Bretlandseyjum, og verða þeir nú fleiri en nokkurn tímann fyrr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert