Fann rifbeinin og tennurnar brotna

Elís Kjartansson hefur komið á vettvang fjölda alvarlegra umferðarslysa undanfarin 24 ár, í starfi sínu sem lögreglu- og sjúkraflutningamaður á Selfossi. Í september síðastliðnum snerist staðan við þegar hann lenti sjálfur í alvarlegu bílslysi. Elís lýsir slysinu í myndskeiðinu sem hér fylgir, en hann var með meðvitund allan tímann og fann hvernig rifbeinin og tennurnar brotnuðu við höggið.

Meira um að vegfarendur hjálpi slösuðum

„Þetta venst aldrei, en maður lærir að lifa með því," segir Elís aðspurður um öll þau fjölmörgu slys sem hann hefur komið að síðan hann hóf störf hjá lögreglunni á Selfossi árið 1986. Í slíkum aðstæðum liggur mikið við, ekki síst ef um lífshættulega áverka er að ræða þar sem hver sekúnda skiptir máli og röng ákvörðun í fyrstu viðbrögðum getur skilið milli lífs og dauða. Veigamikill þáttur í fyrstu hjálp á slysstað er að líka að gæta þess að sá slasað hafi einhvern hjá sér til að tala við.

„Það er mjög mikilvægt að sá sem slasast nái að halda ró sinni og eyði ekki orku í annað en að halda taktinum í öndun og að lifa þetta af. Það er afskaplega slæmt að vera deyjandi, og deyjandi úr kvölum, og vera aleinn með engan að ræða við. Í seinni tíð sér maður það meira og meira að vegfarendur, eða þeir sem voru með í bílnum, það fólk finnur sér þetta hlutverk, sem betur fer, að vera hjá þeim slasaða og tala við hann."

Fyrir beltin þýddi bílvelta oftast banaslys

Stundum reynist of seint að bjarga lífi þegar komið er á vettvang. Öruggari bílar, betri vegir og aukin fræðsla hefur þó orðið til þess að mörg slys sem áður voru nánast ávísun á dauða fara vel í dag. „Ég er búinn að upplifa þessa þróun. Þegar tilkynnt var um bílveltu í gamla daga, þegar ég var að byrja, þá þýddi það yfirleitt alvarlegt slys af því að fólk var almennt ekki að nota bílbelti."

Banaslysin urðu þannig oft af litlu tilefni, að sögn Elísar. „Bíllinn fór kannski eina veltu, en yfirleitt var einhver látinn eða alvarlega slasaður. Í dag þegar við fáum tilkynningu um bílveltu er fólk oft lítið meitt þegar við komum á vettvang. Höndin kannski brotin af því hún slóst í karminn, en ekki meira. Þarna sjáum við gríðarlegan mun, vegna þess að flestir nota bílbelti í dag."

Vilja ná í aðstandendur á undan Facebook

Í gegnum tíðina hefur Elís bankað á ófáar hurðar til að færa tíðindi sem enginn vill þurfa að flytja. Hann segir það einn erfiðasta huta starfsins að tilkynna aðstandendum um banaslys. „Þegar einhver deyr í slysi er fjöldi manns í sárum. Fjölskyldan, félagar, sá sem olli slysinu. Það er okkar hlutverk að loka málinu, faglega og andlega gagnvart eftirlifendum. Þetta er eitt það erfiðasta sem við gerum. Þá skiptir allt sem maður gerir og segir máli, og hvernig maður segir það. Það þarf að vanda sig mjög og ég hef oft velt því fyrir mér í lok vinnudags hvort ég hafi sagt eitthvað óheppilegt. Klúðrað einhverju."

Þegar banaslys verður á lögreglan oft í samstarfi við prest eða sálgæslufólk við að hafa samband við aðstandendur. Elís segir þó að oft vinnist hreinlega ekki tími til þess. „Við þurfum að gera hlutina hratt, ekki síst núna á tímum þegar allir eru nettengdir, þannig að það liggur á að koma þessu til ættingja áður en þeir heyra það í loftinu eða fá samúðarkveðju á Facebook. Við viljum vera á undan þeim kveðjum."

Umferðarslys tekin mun fastari tökum í dag

Á 24 árum hefur margt breyst til hins betra í umferðinni og í viðbrögðum samfélagsins við slysum, samkvæmt Elísi. Áður fyrr sinnti lögreglan til dæmis líka störfum sjúkraflutningsmanna um leið. Í dag eru umferðarslys tekin mun fastari tökum að sögn Elísar, mun fleiri fara á vettvang alvarlegra slysa og þau eru rannsökuð mun ítarlegar en áður.

„Mín fyrstu 17 ár í starfi voru þannig að menn sinntu hvoru tveggja og þá var þetta mun erfiðara í heild sinni. Á vettvangi slyss þarf maður alltaf að forgangsraða og sem sjúkraflutningsmaður var megináherslan auðvitað á að bjarga lífi og limum. Þá sátu lögregluverkin stundum á hakanum og rannsóknin mætti afgangi. Við vorum kannski 2-4 menn að afgreiða mjög alvarleg slys og bara einn varð eftir þegar sjúklingurinn var fluttur burt. Í dag fer á vettvang fjöldi fólks af alls konar fagstéttum sem sinnir þessu frá öllum hliðum."

Tilgangsleysi banaslysa algjört

Umferðarslys eru í dag rannsökuð mjög ítarlega af lögreglu og, ef um banaslys er að ræða, af Rannsóknarnefnd umferðarslysa sem sett var á fót 1996. Auk rannsóknar á slysum á Suðurlandi eru í aðstöðu lögreglunnar á Selfossi einnig rannsóknir á bílflökum úr alvarlegum slysum víða að af landinu. Elís líkir því við að bíllinn sé krufinn, til að komast að því hvert ástand hans var fyrir og eftir slysið, ráða í hver hraðinn var og hvað gerðist í slysinu.

Stefna lögregluembættisins á Selfossi er sú að hvergi megi slaka til við rannsókn umferðarslysa. Tilgangsleysi þess að fólk deyi í umferðinni sé algjört og verði enn meira ef ekki er rannsakað til hlítar hvers vegna banaslysið varð. „Tilgangurinn með þessu er náttúrulega fyrst og fremst að bjarga lífi og limum og reyna að koma í veg fyrir að samskonar slys verði aftur, finna út hvort það sé hægt að breyta einhverju hjá ökutækinu eða veginum," segir Elís.

Fleira kemur þó til, því í dag enda umferðarslys oft sem sakamál og mikil ábyrgð hvílir því á lögreglu að rannsaka þau vel. „Sá sem veldur slysi, þannig að fólk beinbrotnar eða meira, getur búist við því að úr verði sakamál og það verði rannsakað sem slíkt. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir alla að málið sé rannsakað vel og rétt niðurstaða fáist."

Hér má sjá gagnvirkt kort Mbl.is og Umferðarstofu yfir banaslys í umferðinni síðustu 5 árin.

Ber engan kala til ökumannsins

Hvað varðar slysið sem Elís varð fyrir þá glímir hann enn við afleiðingar þess, líkt og fram kemur í myndskeiðinu. Ökumaðurinn í hinum bílnum er 17 ára gamall og var nýkominn með bílpróf þegar slysið varð. Elís segir að pilturinn hafi einfaldlega gert mistök, sem geti skrifast á reynsluleysi, og segist engan kala bera til hans, enda heimsótti pilturinn hann á sjúkrahúsið og gerði hreint fyrir sínum dyrum. 

Elís gekkst undir sex skurðaðgerðir og hefur verið í endurhæfingu og sjúkraþjálfun í allan vetur. Hann mun aldrei hlaupa framar, en segist verða sáttur ef hann getur verið nokkurn veginn laus við verki og byrjað aftur að vinna. „Ég vil njóta þess sem ég hef, en ekki fárast yfir því sem ég hef ekki.“

Á morgun...

...verður birt viðtal við unga ökumanninn í hinum bílnum og móður hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Spáir sólríkum marsmánuði

08:52 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur spáir því að veður hér á landi í mars verði fremur hæglátt. Spáir hann mildum suðaustlægum vindum og að það verði sólríkt og þurrviðrasamt. Meira »

Starfshópur um frjálsíþróttavöll

08:18 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra þess efnis að stofnaður verði starfshópur ráðuneyta, Reykjavíkurborgar og FRÍ til að annast nauðsynlegar viðræður og undirbúning að þjóðarleikvangi fyrir frjálsar íþróttir. Meira »

Telja ákvörðun skipulagsnefndar ólögmæta

07:57 Biokraft sem á tvær vindrafstöðvar í Þykkvabæ telur að ákvörðun skipulags- og umferðarnefndar Rangárþings ytra um að synja breytingum á deiliskipulagi sem heimila stærri vindrafstöðvar sé ólögmæt. Meira »

Engu nær eftir 4 ára þrautagöngu

07:37 Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa hefur hafnað öllum kröfum Karls Sigurhjartarsonar á hendur Orkuveitu Reykjavíkur vegna hitunarkostnaðar sumarhúss Karls í Borgarfirði. Meira »

Hvessir mjög á landinu

06:47 Spáð er suðaustanstormi eða -roki víða á landinu á morgun, jafnvel ofsaveðri vestantil.  Meira »

Minni skjálftar í nótt

05:36 Tugir skjálfta urðu við Grímsey í nótt en allir voru þeir litlir, sá stærsti var 2,2 stig. 71 jarðskjálfti yfir 3 af stærð hefur orðið á landinu síðustu tvo sólarhringa. Meira »

Fjarlægja þarf olíu í Skerjafirði

05:30 Nauðsynlegt getur reynst að fara í umfangsmikla hreinsun áður en ný íbúðarbyggð rís við Skerjafjörð. Vitað er að mikil olíumengun er í jarðvegi þar sem athafnasvæði Skeljungs var á árum áður. Meira »

Búist við enn stærri skjálfta

05:30 Skjálftahrinur eru algengar á Grímseyjarbeltinu, en hrinur af svipaðri stærð og sú sem nú stendur yfir urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og í apríl 2013. Meira »

Háar dagsektir vegna rafvagna

05:30 Strætó bs. reiknar 50 þúsund króna sektir á vagn á kínverska rafbílaframleiðandann Yutong Eurobus fyrir hvern dag sem afhending strætisvagna frá fyrirtækinu dregst. Meira »

Alls óákveðið hjá ASÍ

05:30 Þau fjórtán aðildarfélög BHM sem gengu frá endurnýjun kjarasamninga við samninganefnd ríkisins á dögunum hafa nú samþykkt samningana. Meira »

Girt fyrir lán gegn veðum í eigin bréfum

05:30 Bönkum hefur verið óheimilt að lána gegn veði í eigin hlutabréfum frá árinu 2010. Hið sama gildir um aðra samninga sé undirliggjandi áhætta á eigin bréf þeirra. Meira »

Sveitarfélög ráði fjölda fulltrúa

05:30 „Við teljum að sveitarfélögin eigi að ákveða sjálf fjölda fulltrúa í sveitarstjórn,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum. Meira »

Lítið næði til loðnuveiða

05:30 Íslensk, færeysk og grænlenskt loðnuskip voru í gær að veiðum út af Vík, en lítið næði hefur verið til veiða þar vegna veðurs síðan á sunnudag og veðurútlit er ekki gott í vikunni. Meira »

Föst í sjö mánuði í Kvennaathvarfinu

Í gær, 22:57 Maaria Pïvinen frá Finnlandi hefur neyðst til að dvelja í Kvennahvarfinu í tæpa sjö mánuði vegna þess að forræðisdeila hennar við íslenskan barnsföður hefur dregist á langinn. Meira »

Herbergjum á lungnadeild lokað

Í gær, 22:05 Í eftirlitsheimsókn starfsmanna Vinnueftirlitsins á lungnadeild A6 í Landspítalanum að Fossvogi þann 29. janúar fundust meðal annars rakaskemmdir og megn fúkkalykt í vaktherbergi merktu 618 og lyfjaherbergi nr. 626. Fyrir vikið var öll vinna bönnuð í herbergjunum þar til búið er að gera þar úrbætur. Meira »

Ljósabekkjum fækkar stöðugt

05:30 Ljósabekkjum hefur fækkað umtalsvert á síðustu árum, samkvæmt talningu sem Geislavarnir ríkisins stóðu fyrir.  Meira »

„Risavaxnir“ almannahagsmunir

Í gær, 22:44 „Ég er hjartanlega sammála hæstvirtum þingmanni um að um þetta eigi að ríkja eins mikið gagnsæi og mögulegt er því að hér er um risavaxna almannahagsmuni að ræða,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í svari við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í dag um söluna á hlut ríkisins í Arion banka. Meira »

Vilja þvinga „of unga“ íbúa úr blokkinni

Í gær, 22:01 Margir íbúar Grindavíkur eru gáttaðir á framgöngu forsvarsmanna húsfélags 50+ blokkarinnar Suðurhóp 1 í Grindavík sem boðuðu í lok síðustu viku til húsfélagsfundar til þess að vísa hjónum og syni þeirra úr íbúð sinni. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...