Keyrði veginn á báðum akreinum

Hættuástand hefur skapast á heiðum landsins að undanförnu þar sem ökumenn flutningabíla hafa lent í vandræðum sökum vinda og ísingar líkt og fjallað hefur verið um hér á mbl.is.

Í myndskeiði sem hefur gengið á milli fólks á samfélagsmiðlum má sjá hættulegar aðstæður sem mynduðust á dögunum þegar stór flutningabíll rann að því er virðist stjórnlaust áfram þvert á veginn.

Til allrar hamingju náðu bílstjórar bíla sem komu á móti að sveigja framhjá flutningabílnum og forðast þannig árekstra. Ekki hefur tekist að fá staðfest á hvaða vegi atvikið varð né hvenær.

mbl.is