Verða að geta birt orðrétt ummæli

Mannréttindadómstóll Evrópu.
Mannréttindadómstóll Evrópu. Reuters

Mannréttindadómstóll Evrópu segir að þegar blaðamönnum sé refsað fyrir að birta orðrétt ummæli viðmælenda sinna hamli það möguleikum fjölmiðla til að taka þátt í umræðu um mál sem varði almenning miklu. Þetta kemur fram í dómi um mál blaðamannanna Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur.

Björk og Erla unnu báðar mál sín fyrir Mannréttindadómstól Evrópu gegn íslenska ríkinu. Dómstóllinn taldi að Ísland hefði brotið gegn 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu þar sem fjallað er um tjáningarfrelsið.

Í báðum þessum dómsmálum komst hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu að ummæli sem var að finna í greinum sem Björk og Erla skrifuðu hefðu falið í sér meiðandi ummæli. Ummælin voru höfð beint eftir viðmælanda, en hæstiréttur dæmdi á grundvelli prentlaga frá árinu 1956 og komst að þeirri niðurstöðu að blaðamennirnir bæru ábyrgð á ummælunum.

Skrifuðu um starfsemi nektarstaða

Bæði málin varða starfsemi nektarstaða á Íslandi. Björk skrifaði þegar hún var blaðamaður á Vikunni um starfsemi skemmtistaðarins Goldfinger og hafði eftir fyrrverandi starfsmanni staðarins að þar væri stunduð vændisstarfsemi sem framkvæmdastjóri staðarins skipulagði. Erla skrifaði þegar hún var blaðamaður á DV um skemmtistaðinn Strawberries. Viðmælandi Erlu sagði að gestur á staðnum hefði ráðist á sig. Hann lét þau orð falla að sá orðrómur gengi að litháska mafían væri á staðnum. Bæði Erlu og Björk var í hæstarétti gert að greiða bætur vegna þessara ummæla.

Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu er bent á að áður en greinarnar birtust hafi átt sér stað umræða um starfsemi nektarstaða á Íslandi og aðstæður kvenna sem þar störfuðu, en þær voru margar frá A-Evrópu. Dómstóllinn segir að í máli Bjarkar geti dómurinn ekki fallist á þau rök íslenska ríkisins að grein hennar hafi ekki verið nauðsynlegur hluti af opinberri umræðu um nektarklúbba. Björk hafi í greininni lagt fram rök sem styðja þær staðhæfingar sem þar séu að finna. Hún hafi einnig óskað eftir viðbrögðum eiganda staðarins við ásökunum um að þar væri stundað vændi og afstaða hans kæmi fram í greininni.

Varðandi mál Erlu segir dómurinn að ekki hafi verið lögð fram nægilega sterk rök fyrir því að ummælin í fréttinni um lithásku mafíuna beri að skilja þannig að þar sé stunduð skipulögð glæpastarfsemi. Erla ræddi bæði við þann sem bar fram ásakanirnar og eiganda staðarins.

„Dómstóllinn leggur áherslu á að í báðum þessum málum er verið að refsa blaðamönnum fyrir að birta orðrétt ummæli viðmælanda. Slíkt hamlar með alvarlegum hætti möguleika fjölmiðla til að taka þátt í umræðu sem varðar almenning miklu og ætti ekki gera nema sterk rök séu færð fyrir því. Dómstólinn telur að slíkum rökum hafi ekki verið til að dreifa í þessum tveimur málum.  Íslensk stjórnvöld hafa ekki lagt fram sannfærandi rök fyrir því að nauðsynlegt sé í lýðræðislegu samfélagi að hafa afskipti af réttindum stefnenda,“ segir í fréttatilkynningu frá dómnum.

Íslenska ríkinu var gert að greiða Björk 37.790 evrur, tæpar sex milljónir króna, og Erlu 21.500 evrur, 3,4 milljónir króna.

Björk Eiðsdóttir blaðamaður.
Björk Eiðsdóttir blaðamaður.
Erla Hlynsdóttir blaðamaður.
Erla Hlynsdóttir blaðamaður. mbl.is
mbl.is

Innlent »

Fárviðri við Straumnesvita

Í gær, 23:25 „Þetta er að ná hámarki upp úr miðnætti og svo fer að draga smám saman úr í nótt og gengur niður með morgninum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands. Meira »

Leikskólakrakkar keppa á EM í skák

Í gær, 22:57 Níu börn af leikskólanum Laufásborg keppa á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í lok maí á þessu ári. Þetta verður í annað sinn sem hópur fer frá skólanum á alþjóðlegt taflmót. Meira »

Laun seðlabankastjóra hafa setið eftir

Í gær, 22:41 Laun seðlabankastjóra hafa ekki hafa verið lægri í samanburði við laun ráðherra og æðstu embættismanna í áratugi. Þetta kemur fram í umsögn seðlabankastjóra við frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð, sem lagt var niður síðasta sumar. Meira »

Baráttan um 5G-farsímakerfið harðnar

Í gær, 22:40 Símafyrirtæki á heimsvísu þurfa að uppfæra kerfi sín með 5G-búnaði frá fyrirtækjum á borð við Huawei í Kína, Nokia í Finnlandi og Ericsson í Svíþjóð. Þessi tæknibylting mun hefjast fyrir alvöru á þessu ári en áhyggjum hefur verið lýst af kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. Meira »

Fundu gró og sveppahluti í Vörðuskóla

Í gær, 21:55 „Það var farið í skoðun á húsnæðinu í janúar/febrúar til þess að kanna raka og mögulega myglu, þetta er gamalt hús. Fyrstu niðurstöður gáfu fullt tilefni til þess skoða húsnæðið nánar og ákveðin rými betur,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í samtali við mbl.is. Meira »

Kom Blikum fyrir

Í gær, 21:30 Blikinn Guðmundur Þórðarson, sem setið hefur sem varamaður eða aðalmaður í knattspyrnudómstóli KSÍ í 45 ár, tengist íslenskri knattspyrnu á margan hátt og hefur víða látið að sér kveða í íþróttinni. Meira »

Ekkert til að kippa sér upp við 2019

Í gær, 21:09 „Það er svolítið sérstakt að fólk sé að kippa sér upp við þetta árið 2019, sérstaklega þar sem kvennafótboltinn var orðinn sterkur langt á undan karlafótboltanum,“ segir Guðrún Bergsteinsdóttir lögmaður, eini kvenkyns umboðsmaðurinn sem skráður er hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Meira »

Smíða nýja göngubrú eftir hrun

Í gær, 20:00 Vegagerðin stefnir á að ljúka við smíði nýrrar göngubrúar yfir Jökulsá í Lóni við Kollumúla í júní. Gert er ráð fyrir því að verkið kosti nokkuð yfir tuttugu milljónir króna. Meira »

Konum í iðngreinum þarf að fjölga

Í gær, 19:45 „Við þurfum fleira fólk í iðngreinarnar, þar sem duglegu og hæfileikaríku fólki bjóðast mörg frábær tækifæri til náms og starfa. Vissulega er iðnnemum að fjölga en slíkt mun ekki gerast að neinu marki fyrr en konur koma þarna inn til jafns við karlana,“ segir Þóra Björk Samúelsdóttir, formaður Félags fagkvenna. Meira »

Grásleppuvertíðin hafin

Í gær, 19:30 Hugur er í smábátasjómönnum við upphaf grásleppuvertíðar, sem byrjaði klukkan sjö í morgun. Það verð sem gefið hefur verið út er hærra en það sem sást á sama tíma í fyrra að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Sýrlenskri flóttakonu vísað úr landi

Í gær, 19:20 Leikskólinn Vinagarður varð í síðustu viku einum starfsmanni fátækari. Sá var sýrlensk kona á flótta sem hefur nú verið vísað frá Íslandi og til Grikklands. Á flóttanum og í Grikklandi hafði hún lent í miklum hremmingum og verið hótað lífláti. Meira »

Von á orkupakkanum innan 10 daga

Í gær, 18:50 „Það er auðvitað markmiðið að fara með þau mál og þeim tengd fyrir þann frest,“ svarar Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, þegar mbl.is spyr hvort ríkisstjórnin hyggist leggja fram frumvarp um þriðja orkupakka Evrópusambandsins áður en frestur til slíks rennur út 30. mars. Meira »

„Fimm verkefni upp á milljarð“

Í gær, 18:30 „Eigum við eitthvað að ræða skýrslu innri endurskoðanda sem var birt í borgarráði síðastliðinn fimmtudag þar sem fjögur verkefni voru framúr sem nemur heilum bragga. Fimm verkefni upp á milljarð,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í borgarstjórn í gærkvöldi. Meira »

Vekja athygli á nýrri gerð netglæpa

Í gær, 18:08 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vekur á Facebook-síðu sinni athygli á því að henni hafi undanfarið borist tilkynningar um nýja gerð netglæpa. Að þessu sinni er í póstinum látið líta út fyrir að viðtakandi póstsins tengist rannsókn CIA á barnaklámi „og er pósturinn að því leiti frekar ógeðfelldur,“ segir í færslunni. Meira »

Sund eða svefn?

Í gær, 17:50 Ungt íslenskt sundfólk, á aldrinum 10 til 24 ára, sefur að meðaltali í sex og hálfa klukkustund á sólarhring, nokkuð minna en minna en jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna. Meira »

Segja málflutning Ásmundar villandi

Í gær, 17:30 Málflutningur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag var bæði rangur og villandi, segir í yfirlýsingu Öryrkjabandalags Íslands sem segir sorglegt að hlýða á fullyrðingar um að ÖBÍ leggist gegn afnámi krónu-á-móti krónu skerðingarinnar. Meira »

Hvatti þingmenn til að líta í eigin barm

Í gær, 16:58 „Ég hef velt því fyrir mér þar sem ég hef fylgst með umræðunni hvort sumum þeirra sem hafa haft hvað hæst um þann meinta sóðaskap og fleira í þá veru og talað um virðingu í því samhengi sé meira annt um virðingu líflausrar styttu en lifandi fólks.“ Meira »

Stjórnvöld leysi úr réttaróvissu

Í gær, 16:56 Stjórn Lögmannafélags Íslands vill að stjórnvöld leysi úr þeirri réttaróvissu sem er uppi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu varðandi skipan dómara í Landsrétt. Meira »

Skaðabótaábyrgð ráðherra ekki útilokuð

Í gær, 16:35 Ekki er lögfræðilega útilokað að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, beri einhverja fjárhagslega skaðabótaábyrgð á skipunum sínum í embætti dómara við Landsrétt. Meira »
Leysiboy til sölu.
Leysiboy stóll til sölu kr.17,000,- uppl. 8691204....
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...