Mikil spenna á leigumarkaði

Reykjavík séð frá Hallgrímskirkjuturni
Reykjavík séð frá Hallgrímskirkjuturni mbl.is/Ómar Óskarsson

Vegna lítils framboðs heldur húsaleiga áfram að hækka og ýtir eftirspurn eftir húsnæði til útleigu fyrir ferðamenn undir þá þróun.

Ólafur Björn Blöndal, löggildur fasteignasali hjá Fasteign.is, segir framboðið á markaðnum alltof lítið.

„Tilfinning mín er sú að undanfarna sex mánuði hafi eftirspurnin verið 30% meiri en framboðið. Það er sama hvar borið er niður í stærðum, allt frá tveggja herbergja íbúðum og upp í einbýlishús. Við höfum ekki undan þegar við fáum eignir til útleigu. Þær fara eins og hendi sé veifað. Ég veit dæmi um fólk sem hefur fengið 30-40 fyrirspurnir eftir að hafa auglýst eignir á vefnum.

Afleiðingin af þessum skorti er sú að fólk er að yfirbjóða hvert annað.“

Svanur Guðmundsson, leigumiðlari hjá Húsaleiga.is, áætlar að 30% eigna á markaðnum í dag séu leigðar til ferðamanna. Þá kaupi erlendir aðilar eignir til þess að leigja þær út.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »