Hringrás verði flutt annað

Eldur hefur kviknað tvisvar í endurvinnslustöðinni Hringrás í Sundahöfn á …
Eldur hefur kviknað tvisvar í endurvinnslustöðinni Hringrás í Sundahöfn á síðustu árum, annars vegar árið 2004 og hins vegar í fyrra. mbl.is/Júlíus

Framtíð endurvinnslustöðvarinnar Hringrásar í Sundahöfn er enn óljós. Mikill eldur kom upp á svæði endurvinnslustöðvarinnar þann 12. júlí í fyrra og voru öryggismál staðarins tekin til endurskoðunar í kjölfarið.

Er þetta í annað skiptið sem stöðin gengst undir öryggisendurskoðun því einnig var farið yfir þau mál árið 2004 eftir mikinn bruna sem átti sér stað í lok þess árs. Slökkviliðið vinnur nú að greiningu á brunahættu af starfsemi Hringrásar en greiningin ætti að liggja fyrir á haustmánuðum.

„Miklu æskilegra væri að starfsemin væri í meiri fjarlægð frá íbúðabyggð og þá sérstaklega dekkjastæðan sem skapar mesta eldhættu, eins og komið hefur í ljós,“ segir Hjálmar Sveinsson, sem á sæti í skipulagsráði Reykjavíkur. „Lóðaleigusamningur Faxaflóahafna við Hringrás er runninn út. Fyrirtækið hefur þó fengið áframhaldandi starfsleyfi,“ segir Hjálmar en Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gefur út starfsleyfi Hringrásar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert