„Frekar glaður að vera ennþá á lífi“

Járnstykkið sést hér á röntgen-mynd sem tekin var af Atla ...
Járnstykkið sést hér á röntgen-mynd sem tekin var af Atla í gær.

„Ég var að slá garð með bróður mínum og fann allt í einu eitthvað skjótast úr safnpoka vélarinnar og í hálsinn á mér, undir hökuna, með ógnarkrafti,“ segir Atli Viðar Gunnarsson, 16 ára Hafnfirðingur, um ótrúlega lífsreynslu sem hann lenti í í gærdag. „Ég hélt að þetta væri steinn, en ég datt í jörðina við höggið og fann mikið til.“ Í ljós átti eftir að koma að 3 sentímetra stjörnuljós hafði skotist djúpt inn í háls Atla og sat þar fast.

Bróðir Atla Viðars kom hlaupandi að og sá að það var gat undir hökunni á honum. Bræðurnir brunuðu í kjölfarið upp á slysadeild.

„Fyrst þegar ég kom þangað vildu þau ekki taka mynd af þessu og ætluðu að senda mig heim. En af því að ég fann svo til, sem þau skildu ekkert í af því við héldum að þetta hefði verið steinn sem fór í mig, var loks ákveðið að taka mynd.“

Það ótrúlega kom svo í ljós við myndatökuna að þriggja sentímetra langt stykki var fast inni hálsinum á Atla Viðari. „Þetta var sem sagt stykki úr stjörnuljósi sem sláttuvélin hafði skotið inn í hálsinn á mér, en stykkið fór í gegnum safnpokann á vélinni og þaðan í mig,“ segir Atli Viðar. Járnið hafði farið svo djúpt inn í hálsinn á Atla að ekkert af því stóð út og gatið á hálsinum því einu ummerkin.

„Stykkið var eins og krókur í laginu og fast undir tungunni og því ekki hægt að toga það út. Þess vegna þurfti ég að fara heim og fór ekki í aðgerð fyrr en núna í morgun,“ segir Atli. En í aðgerðinni var stykkið skorið út úr hálsi hans.

En hvernig leið Atla í gær á meðan hann beið eftir að komast í aðgerðina í morgun?

„Það var vissulega óþægileg tilfinning að vita af þessu inni í hálsinum, ég viðurkenni það,“ segir hann. „Það var líka frekar óþægilegt að sjá röntgen-myndina af þessu fyrst.“

Atli Viðar vill brýna fyrir fólki að hreinsa til í görðum sínum eftir áramót og fjarlægja stjörnuljós sem þar kunna að liggja. „Kraftmikil sláttuvél getur léttilega þeytt hlutum á mörg hundruð kílómetra hraða í þann sem er að slá.“

„Svo heppinn að það er ekki fyndið!“

Og hann telur sig heppinn að ekki fór verr.

„Ef þetta stykki hefði farið þremur sentímetrum neðar inn í hálsinn á mér væri ég lamaður í dag,“ hefur Atli Viðar eftir læknum sínum. „Ég er ótrúlega heppinn og er frekar glaður að vera ennþá á lífi, ég trúi þessu eiginlega ekki ennþá. Ég er svo heppinn að það er ekki fyndið!“

 „Ég á erfitt með að kyngja eftir aðgerðina en á vonandi eftir að ná mér að fullu,“ segir Atli.

Foreldrar Atla Viðars, Gréta Jónsdóttir og Gunnar Ingibergsson, eru að vonum ánægð að ekki fór verr. „Þau eru ekkert smá ánægð,“ segir Atli.

Atli Viðar á sjúkrahúsinu í dag, eftir aðgerðina þar sem ...
Atli Viðar á sjúkrahúsinu í dag, eftir aðgerðina þar sem járnbúturinn var fjarlægður.
Járnbúturinn var um 3 sentimetrar að lengd.
Járnbúturinn var um 3 sentimetrar að lengd.
Hér má sjá járnstykkið og hvar það var í hálsi ...
Hér má sjá járnstykkið og hvar það var í hálsi Atla Viðars.
Atli Viðar Gunnarsson telur sig heppinn að ekki fór verr ...
Atli Viðar Gunnarsson telur sig heppinn að ekki fór verr er hann fékk stjörnuljósið í hálsinn.
mbl.is

Innlent »

Vigfús áfram í varðhaldi

14:48 Landsréttur staðfesti í gær að Vigfús Ólafsson, karl­maður á sex­tugs­aldri sem Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í fimm ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af gáleysi, sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til frestur til að áfrýja málinu rennur út. Meira »

Gunnar í varðhaldi til 11. september

14:30 Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa orðið hálf­bróður sín­um Gísla Þór Þór­ar­ins­syni að bana í Mehamn í Noregi í lok apríl, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. september. Meira »

Sást síðast til hans á Íslandi

14:30 Pólskur maður, sem búsettur var í Sandgerði, hefur ekki sést síðan 28. febrúar. Hann fór af landi brott þann dag og því stendur leit að honum ekki yfir á Íslandi. Þetta staðfestir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Meira »

Allt í rúst í Sundhöll Keflavíkur

14:25 Skemmdarvargar hafa verið að verki um hríð í gömlu Sundhöll Keflavíkur. Þar sem áður var sundlaug er nú ruslahaugur og veggjakrot er upp um alla veggi. Hurðirnar eru opnar og fólk á greiða leið inn. Meira »

Stofna nýjan umhverfisflokk

14:00 Elísabet og Hrafn Jökulsbörn eru að stofna nýjan flokk á næstu vikum. „Við verðum að fá fólk á þing sem þorir eitthvað,“ segir Elísabet. „Orustan um Ísland er rétt að byrja,“ segir Hrafn. Meira »

Bílar skullu saman nærri Blönduósi

13:53 Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir umferðarslys sem átti sér stað rétt utan við Blönduós klukkan rúmlega 11 í morgun. Sex til viðbótar voru um borð í tveimur bílum sem skullu saman við bæinn Húnsstaði. Meira »

Slasaður göngumaður við Hrafntinnusker

13:15 Björgunarmenn á hálendisvakt björgunarsveita í Landmannalaugum voru kallaðir út í morgun vegna slasaðs göngumanns við Hrafntinnusker sem er fyrsti skálinn á Laugaveginum, gönguleiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Meira »

Úðað á lögreglu í hjólhýsi á Skagaströnd

13:10 Hvítt efni, amfetamín og kókaín, fannst í bifreið fólks sem handtekið var í hjólhýsi á Skagaströnd í gærkvöldi. Lögreglan á Norðurlandi vestra vinnur nú að því að vigta efnin og ganga frá þeim. Piparúða af einhverju tagi var beitt gegn lögreglu við handtökuna. Meira »

Lét vanskil viðgangast mánuðum saman

13:01 Fjárhagslegir hagmunir ALC, eigandi Airbus breiðþotunnar sem WOW air hafði á leigu fyrir gjaldbrot flugfélagsins og Isavia kyrrsetti vegna skulda WOW, eru „mun miklu meiri“ en fjárhagslegir hagsmunir Isavia. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í morgun. Meira »

„Ég vil Birgittu ekkert illt“

12:14 „Ég stend við hvert orð sem ég sagði í þessari ræðu. En það var ekkert ætlun mín að þetta færi í fjölmiðla. Ég vissi auðvitað af því fyrirfram að það gæti gerst og var algerlega reiðubúinn undir það,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati um ummæli sín um Birgittu Jónsdóttur á félagsfundi í gær. Meira »

„Verulega ámælisverð“ niðurstaða

11:27 Isavia lýsir furðu sinni á úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í dag í máli ALC gegn Isavia þar sem dómurinn úrskurðaði ALC í hag í máli vegna kyrrsetningar Airbus-farþegaþotu sem WOW air hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins. Isavia telur „verulega ámælisvert“ að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað. Meira »

ALC leggur Isavia og fær þotuna

11:04 Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC, eigandi Airbus þotu sem WOW hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðustu mánuði, þyrfti aðeins að greiða þá upphæð sem væri tengd vélinni en ekki allar skuldir annarra flugvéla á vegum WOW við Isavia. Meira »

77% virkir á vinnumarkaði við útskrift

10:57 Um 77% þeirra 9.500 einstaklinga sem útskrifast hafa frá VIRK eru virkir á vinnumarkaði við útskrift; þ.e. í vinnu, í atvinnuleit eða lánshæfu námi. Þetta kemur fram í frétt sem birt er á vef starfsendurhæfingarsjóðsins. Meira »

Aukin sjálfsvígstíðni vakti Sævar til umhugsunar

08:18 „Ég var ekki viss til að byrja með hvaða samtök ég ætlaði að hlaupa fyrir en þegar ég fór að kynna mér málið fannst mér þetta félag höfða mest til mín,“ segir Sævar Skúli Þorleifsson, sem mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Pieta-samtökunum. Hann glímdi við vanlíðan um tvítugt og talar nú opinskátt um það í fyrsta skipti, 34 ára. Meira »

Rafræn gátt fyrir dómsskjöl opnuð

07:57 Mikil tímamót urðu í dómstólasögunni 10. júlí sl. þegar fyrsta ákæran ásamt gögnum frá héraðssaksóknara fór til Héraðsdóms Reykjavíkur í gegnum rafræna gátt. Meira »

Óku á og stungu af

07:40 Tilkynnt var um tvo árekstra í Kópavogi í gærkvöldi, annan á sjöunda tímanum og hinn á áttunda tímanum, en í báðum tilfellum höfðu þeir sem ollu árekstrunum stungið af frá vettvangi. Meira »

Hlíðarendi ofan í þotunum

07:37 Húsin á Hlíðarenda í Vatnsmýri rísa hratt um þessar mundir. Verktakar og vinnuvélar í tugatali eru að störfum en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir um 600 íbúðum á svæðinu. Meira »

Víða þokubakki nú í bítið

07:20 Hlýtt og rakt loft er yfir landinu, víða rigndi síðustu nótt sem leiðir til þokubakka sem finna má víða nú í bítið, einkum þar sem vindur andar af hafi. Meira »

Drakk áfengi í strætó

06:57 Strætóbílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna ölvaðs manns sem drakk áfengi í vagninum og neitaði að yfirgefa vagninn. Lögreglan ók manninum heim til sín. Meira »
Ýmislegt til bókbandsvinnu
Til sölu eru ýmsir hlutir til bókbandsvinnu, pressur, saumastól m.m. Áhugasamir...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald..Verð kr 4000. 4 manna tjald. Verð kr 10000. Samanbrjó...
Gefins rúm.
Gefins hjónarúm 158 x 203 ameríst. Uppl 8984207...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...