Vörn velferðar stærsti sigurinn

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar sagði í ávarpi sínu að markmið ...
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar sagði í ávarpi sínu að markmið flokksins væri að snúa halla á rekstri ríkisins í afgang eigi síður en árið 2014. mbl.is/Sigurgeir S.

„Það rennur nú upp fyrir æ fleirum að Ísland er á réttri leið undir stjórn okkar jafnaðarmanna.“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem fram fer á Hótel Natura. „Fram hefur komið að fleiri Íslendingar telja landið á réttri leið en íbúar flestra annarra Evrópulanda, aðeins Svíar eru jákvæðari.“

Jóhanna sagði engum blöðum um það að fletta að Íslendingar ættu enn mikið inni í hagvexti og auknum efnahagsumsvifum. Hagvöxtur væri þó ekki markmið í sjálfu sér  heldur væri  sjálfbær hagvöxtur ávísun á lífsgæði. „Þar höfum við náð árangri svo eftir er tekið. Störfum er farið að fjölga og tölur Hagstofunnar sýna að störfum hefur á þessu ári fjölgað um 4.600. Fá ríki innan OECD búa við minna atvinnuleysi og ekkert ríki hefur náð að minnka atvinnuleysi á sama hátt og hér hefur verið gert,“ sagði Jóhanna.

Gróðabrall bóluhagkerfisins

Jóhanna vék að því hvernig umhorfs væri á Íslandi hefðu hægrimenn verið við völd síðustu ár. „Stoltust er ég af þeim árangri við að verja velferðarkerfið. Fólkið sem aldrei tók þátt í gróðabralli bóluhagkerfisins en hefði orðið harðast úti með afleiðingum hrunsins ef hægrimenn hefðu verið við völd. Þetta tókst meðal annar með fjölda skuldaúrræða, bótum og samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins.

Hún ræddi jafnræði í landinu. „Algjör umskipti hafa átt sér stað í jafnréttismálum hér á landi. Við stefndum að því að verða mesta ójafnræðissamfélag meðal vestrænna ríkja undir stjórn hægrimanna en það hefur algjörlega snúist við. Nú erum við meðal þeirra þjóða þar sem mestur tekjujöfnuður ríkir. Þessi breyting mun skipta einna mestu máli um vöxt og viðgang þjóðarinnar á næstu árum. Þetta er mikilvægasta verkefni okkar jafnaðarmanna og þarna liggur okkar stærsti sigur á þessu kjörtímabili,“ segir Jóhanna.

Snúa halla í afgang fyrir 2014

Jóhanna ræddi ennfremur skuldir ríkisins. „Við höfum þurft að færa miklar og sárar fórnir enda voru skuldir ríkissjóðs rúmlega 200 milljarðar þegar við tókum við. Markmiðið hefur verið skýrt - að snúa halla á rekstri ríkisins í afgang eigi síðar en árið 2014. Þetta er okkur einnig að takast og komandi fjárlög verða síðasti stóri áfanginn á þeirri vegferð,“  sagði Jóhanna.

Hún ræddi uppbyggingu atvinnulífs. „Mikilvægt að auka fjárfestingar og búa þannig í haginn fyrir áframhaldandi vöxt atvinnulífs. Þess vegna hefur ríkisstjórnin sett fram fjárfestingaráætlun sem ætlað er að tryggja þetta,“ sagði Jóhanna.

„Dómsdagsspár andstæðinga okkar hafa reynst marklítið orðagjálfur. Það sama má segja um þá sem segja að jákvæð teikn sem víðast hvar blasa nú við séu tilviljun. Hér eftir sem hingað til munu smaladrengir stjórnarandstöðunnar reynast ósannspáir,“ sagði Jóhanna.

Hún ræddi enn þann möguleika að hægrimenn taki aftur við völdum. „Hvað yrði um margvíslegar umbætur í lýðræðis- og jafnréttismálum sem og margvíslegar breytingar í stjórnsýslu ef hægriflokkar næðu hér aftur völdum? Myndu þeir afnema þær breytingar sem við jafnaðarmenn komum á? Mun aukinn ójöfnuður halda innreið sína í íslenskt samfélag á ný? Myndi græðgin og forréttindin taka völdin á nýjan leik? Það er okkar, jafnaðarmenn, að koma í veg fyrir það,“ sagði Jóhanna. 

Róttækasta og farsælasta ríkisstjórnin

„Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokks hafa nú þegar gefið út að þeir munu draga til baka sanngjarnar skattabreytingar okkar. Hætt verður við aðildarviðræður að ESB,“ sagði Jóhanna.

„Frammi fyrir íslenskri þjóð liggja tveir skýrir kostir: áframhaldandi forysta Íslands eða afturhvarf til þess ójafnaðarsamfélags sem Sjálfstæðisflokkurinn byggði í samstarfi við Framsóknarflokkinn, samfélagsþróunar sem leiddi til hruns. Um þetta verður kosið í næstu kosningum,“ sagði Jóhanna.

Jóhanna sagði líklegt að núverandi ríkisstjórn væri sú róttækasta og farsælasta í sögu landsins.

„Okkur ber skylda til að gera tilraun til að ná samstöðu um þingstörfin enda augljósir sameiginlegir hagsmunir sem krefjast þess að koma í veg fyrir málþóf eins og það sem átti sér stað á síðasta ári og var þinginu til skammar,“ sagði Jóhanna.

„Við munum setja í algjöran forgang að ný stjórnarskrá verði ákveðin sem fyrst og rannsókn á einkavæðingu bankanna hlýtur líka að vera forgangsmál,“ sagði Jóhanna.

Eftir ávarp Jóhönnu fara fram umræður og afgreiðsla á tillögu hennar um breytingar á ráðherraskipan. Tillagan hljóðar upp á að Katrín Júlíusdóttir taki við embætti fjármálaráðherra hinn 1. október næstkomandi í stað Oddnýjar G. Harðardóttur sem tók við þegar Katrín fór í fæðingarorlof.

Dagur B. Eggertsson og Oddný Harðardóttir, fráfarandi fjármálaráðherra, á flokksstjórnarfundi ...
Dagur B. Eggertsson og Oddný Harðardóttir, fráfarandi fjármálaráðherra, á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar. mbl.is/Sigurgeir S.
Össur Skarphéðinsson á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar.
Össur Skarphéðinsson á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar. mbl.is/Sigurgeir S.
mbl.is

Innlent »

Eiga svefnstað á Laugarnestanga

08:40 Útigangsfólk hefur búið sér svefnstað á Laugarnestanga í Reykjavík og heldur sig þar um nætur. Þessir næturstaðir í borginni hafa reyndar verið fleiri, má þar nefna rjóður við Klambratún, Öskjuhlíðina og Örfirisey. Meira »

Drónar fundu áður óþekktar minjar

07:57 Íslenskir fornleifafræðingar eru nú farnir að nota dróna með góðum árangri við rannsóknir sínar. Rannsókn, sem framkvæmd var sumarið og haustið 2018, leiddi í ljós nokkrar áður óþekktar minjar í Þjórsárdal sem þó er ein mest rannsakaða eyðibyggð hér á landi. Meira »

Lengsta skip sem hingað hefur komið

07:37 Sögulegur viðburður verður á morgun, föstudaginn 19. júlí. Þá kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn farþegaskipið Queen Mary 2. Meira »

Ekið á mann á vespu

07:35 Ekið var á mann á vespu við Fitjatorg í Reykjanesbæ um sjöleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum slapp sá sem var á vespunni svo gott sem ómeiddur frá óhappinu, en einhverjar skemmdir urðu á vespunni. Meira »

Bjart með köflum og allt að 20 stiga hiti

07:26 Norðaustlæg átt, 5-13 m/s, verður á landinu í dag. Búast má við rigningu á landinu austanverðu, en bjart verður með köflum og þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Hiti verður víða á bilinu 12 til 20 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina. Meira »

Handtekinn grunaður um vændiskaup

07:13 Slagsmál og grunur um vændiskaup voru meðal verkefna næturinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.  Meira »

Hellisheiði lokað vegna malbikunarframkvæmda

06:13 Lokað hefur verið fyr­ir bílaum­ferð um Hell­is­heiði í átt til vest­urs á milli Hvera­gerðis og af­leggj­ara að Hell­is­heiðar­virkj­un vegna mal­bik­un­ar­fram­kvæmda. Þeirri um­ferð verður beint um Þrengslaveg. Hins veg­ar verður opið fyr­ir um­ferð til aust­urs. Meira »

Orkupakkinn takmörkun á fullveldi

05:30 Yrði þriðji orkupakkinn innleiddur í íslenskan rétt mundi það fela í sér takmörkun á fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum. Íslendingar væru að játa sig undir það að raforka, eins og hver önnur vara, flæddi frjáls á milli landa. Meira »

Vonast eftir frumvarpi um jarðakaup í haust

05:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust. Meira »

Kökur til fjármögnunar slysavörnum

05:30 „Slysavarnadeildirnar um allt land fjármagna forvarnarstarfið með því að selja kökur og sjá um erfidrykkjur,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnastjóri slysavarna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, en félagið hefur í sjálfboðavinnu unnið að 170 slysavarnarverkefnum á 34 þéttbýliskjörnum á landinu. Meira »

Ósætti vegna breytinga á endurgreiðslukerfinu

05:30 „Við munum beita okkur af öllum krafti á móti þessu,“ segir Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, um tillögur að breytingu á lögum um endurgreiðslu ríkisins á kostnaði við kvikmyndagerð hér á landi. „Þetta er ein stór þversögn,“ segir hann. Meira »

Um 60 kílóum af mat hent daglega

05:30 Matarsóun á hjúkrunarheimilinu Eir á átta dögum nam 59,7 kg á dag að meðaltali. Sóun á heimilinu yfir átta daga tímabil var könnuð og fóru 358,3 kg af mat til spillis. Meira »

Andlát: Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir

05:30 Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir lést á Landspítalanum 11. júlí, 88 ára að aldri.   Meira »

Íhuga ítarlegri úttekt á Póstinum

05:30 Leynd hvílir yfir kaupvirði þriggja dótturfélaga Íslandspósts, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.   Meira »

Eru alltaf á vaktinni

05:30 „Það þarf að endurskoða kerfið alveg frá grunni,“ sagði Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, um þjónustusamninga Matvælastofnunar (MAST) við dýralækna í dreifðum byggðum. Meira »

Fá ekki að skrá sig sem foreldra

00:07 Mannréttindadómstóll Evrópu samþykkti í vikunni að taka til efnismeðferðar mál tveggja íslenskra kvenna, sem Hæstiréttur hafnaði að skrá sem foreldra drengs. Meira »

Eldur í loftpressu í íþróttahúsi

Í gær, 23:10 Eldur kviknaði í loftpressu í kjallara íþróttamiðstöðvar í Vestmannaeyjum á áttunda tímanum í kvöld. Starfsmenn höfðu snör handtök og náðu að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. Töluverður reykur hafði náð að berast í sundlaugarsal og því var reykræst. Tjónið var minni háttar. Meira »

„Sem betur fer sleppur konan“

Í gær, 21:14 „Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bifreið rann af athafnasvæði í Súðarvogi. Bifreiðin lenti næstum á hjólareiðamanni áður en bifreiðin lenti á vegg.“ Þannig hljómar Facebook-færsla Búa Baldvinssonar kvikmyndagerðarmanns en litlu munaði að slys yrði á vinnusvæði við Súðarvog í dag. Meira »

Lokað fyrir umferð í aðra átt á Hellisheiði

Í gær, 21:00 Lokað verður fyrir bílaumferð um Hellisheiði í átt til vesturs á milli Hveragerðis og afleggjara að Hellisheiðarvirkjun í fyrramálið frá kl. 6 til 22 vegna malbikunarframkvæmda. Hins vegar verður opið fyrir umferð til austurs. Meira »
Einstakt sumartilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar,hvítir á stálfótum Vel útlítandi..Verð kr 2500 stk....
Legupressur 50 Tonna
Everet UK Legupressur 50 T Loft/glussadrrifnar og einnig hægt að handtjakka. Gæ...