Níu þingmenn hlýddu á hugvekju í stað messu

mbl.is/Hjörtur

Siðmennt bauð upp á hugvekju fyrir alþingismenn við setningu Alþingis í dag sem veraldlegan valkost við messu í Dómkirkjunni en þetta er í fimmta sinn sem félagið býður upp á þann valkost samkvæmt fréttatilkynningu.

Fram kemur að níu þingmenn hafi að þessu sinni hlýtt á hugvekjuna, sem Svanur Sigurbjörnsson, læknir og stjórnarmaður í Siðmennt, flutti en hún fjallaði um „heilbrigði þjóðar“. Hugvekjan var haldin fram í húsakynnum Hótel Borgar.

Þá kemur fram að Siðmennt geti ekki fallist á það sjónarmið að tilvist þjóðkirkju ógni ekki trúfrelsi í landinu sem fram hafi komið í predikun Kristjáns Vals Ingólfssonar, vígslubiskups, í Dómkirkjunni.

„Siðmennt er einmitt þeirrar skoðunar að þjóðkirkjufyrirkomulagið samræmist ekki trúfrelsi,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert