ASÍ tjái sig ekki um ESB

Frá ASÍ-þingi.
Frá ASÍ-þingi. mbl.is/Golli

Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, ætlar að kalla eftir því á þingi ASÍ sem haldið verður í næsta mánuði, hvort forseti ASÍ eigi yfirhöfuð að tjá sig um aðildarumsóknina að Evrópusambandinu fyrir hönd ASÍ.

„Enda er ekki hægt að vitna eilíflega í gamlar ályktanir frá löngu liðnum þingum. Menn verða að endurnýja þá afstöðu til þess að geta talað í umboði þessarar stóru hreyfingar.“ ASÍ hefur um árabil fylgt þeirri stefnu að Ísland eigi að sækjast eftir aðild að ESB og taka upp evruna. Ekkert er hins vegar fjallað um Evrópumálin í umræðuskjölum sem unnin hafa verið fyrir þingið og er frestur til að leggja fram tillögur til afgreiðslu á þinginu runninn út.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, að menn hafi talið að ljúka ætti viðræðunum svo þjóðin gæti tekið afstöðu til álitaefnanna. ASÍ hafi ekki krafist aðildar að ESB óháð öllu öðru heldur sett mjög sterka fyrirvara um sjávarútvegsmál, byggðamál og landbúnaðarmál.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »