Jackson bíður réttarhalda

Jermaine Jackson, sem ákærður hefur verið fyrir morðið á Kristjáni …
Jermaine Jackson, sem ákærður hefur verið fyrir morðið á Kristjáni Hinriki Þórssyni. Af vefnum Newson6

Jermaine Jackson, sem grunaður er um morðið á Kristjáni Hinriki Þórssyni og John White í Tulsa í Oklahoma 8. september, hefur verið ákærður fyrir tvöfalt morð af fyrstu gráðu. Vitni báru að Jackson skaut inn í bíl þeirra Hinriks og White, hann var eftirlýstur af lögreglunni í Tulsa og síðan handtekinn í Arkansas ríki 12. september.

Hann var fluttur í fangelsi í Tulsa á mánudaginn og situr þar inni án möguleika á að greiða lausnargjald. Réttarhöldin munu hefjast  3. október næstkomandi.

Í frétt Tulsa World er vitnað í yfirheyrslur lögreglu þar sem vitni sagði Jackson hafa játað morðin. „Ég myrti Hinrik. Ég myrti Hinrik. Guð minn góður, ég vissi ekki hvað ég var að gera. Ég var trylltur,“ er haft eftir vitninu, en þeir Hinrik þekktust.

Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Tulsa segir að Jackson hafi skrifað um morðin á Facebook síðu sína.

Frétt News On 6

Kristján Hinrik Þórsson.
Kristján Hinrik Þórsson. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert