Réttað í máli Jacksons

Jermaine Jackson, sem er 19 ára gamall, er sakaður um …
Jermaine Jackson, sem er 19 ára gamall, er sakaður um að hafa myrt Íslending og Bandaríkjamann í Tulsa í september.

Dómari í Bandaríkjunum hefur ákveðið að réttarhald skuli hefjast í máli 19 ára gamals manns sem er ákærður fyrir að hafa myrt Íslending og Bandaríkjamann í borginni Tulsa í september.

Manninum, Jermaine Jackson, er gert að mæta í réttarsal  17. desember nk. þar sem málið tekið til dómsmeðferðar, að því er fram kemur í bandarískum fjölmiðlum.

Jackson er sakaður um að hafa skotið Kristján Hinrik Þórsson, sem var 18 ára, og John White III, sem var 37 ára, til bana fyrir utan QuikTrip verslun þann 8. september sl.

Sjónarvottar sögðust við skýrslutökur hjá dómara hafa séð þá Jackson og White rífast á bílastæði fyrir utan QuikTrip. Í kjölfarið hafi Jackson dregið upp skammbyssu og skotið inn í bifreið þar sem þeir White og Kristján sátu. Jackson flúði svo af vettvangi.

Starfsmaður QuikTrip bar kennsl á árásarmanninn, en starfsmaðurinn segir að Jackson hafi oft komið inn til að versla.

Rannsóknarlögreglumaður sagði við skýrslutökuna að lögreglan væri viss um að Jackson væri árásarmaðurinn eftir að hafa rætt við nokkur vitni.

Jackson var ákærður 11. september sl. og handtekinn daginn eftir, en hann var þá staddur í Marianna í Arkansas. 

Rannsóknarlögreglumaðurinn segir ennfremur að Jackson hefði játað við yfirheyrslu að hann hefði skotið tvo menn sem voru í bifreið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert