Sögðu já við öllu í Suðurkjördæmi

Talningu í Suðurkjördæmi lauk um klukkan sex í morgun. Kjósendur ...
Talningu í Suðurkjördæmi lauk um klukkan sex í morgun. Kjósendur í kjördæminu sögðu já við öllum spurningum. Myndin er frá talningu í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Kjósendur í Suðurkjördæmi sögðu já við öllum spurningum í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. Alls kusu 14.487 manns í kjördæminu og reiknast kjörsókn 43,18%. 158 seðlar voru auðir og ógildir, þar af voru auðir 116.

Við fyrstu spurningu um hvort kjósendur vildu að tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar við gerð frumvarps að nýrri stjórnarskrá sögðu 7.980 já eða 55,1%. Nei sögðu 5.831 eða 40,2%. 676 skiluðu auðu í þessari spurningu eða 4,7%. Ef einungis er miðað við gild greidd atkvæði við spurningunni sögðu 57,8% já við henni.

Við annarri spurningu um hvort lýsa eigi náttúruauðlindum sem ekki eru í einkaeign sem þjóðareign í nýrri stjórnarskrá sögðu 9.298 já eða 64,2%. Nei sögðu 3.069 eða 21,2%. 2.120 svöruðu spurningunni ekki eða 14,6%. Ef einungis er miðað við gild greidd atkvæði við spurningunni sögðu 75,2% já við henni.

Vilja að ákvæði um þjóðkirkju sé að finna í stjórnarskrá

Við þriðju spurningu um hvort í stjórnarskrá eigi að vera ákvæði um þjóðkirkju sögðu 7.685 já eða 53% og 4.800 sögðu nei eða 33.1%. 2.002 svöruðu ekki eða 13,8%. Ef einungis er miðað við gild greidd atkvæði við spurningunni sögðu 61,6% já við henni.

Við fjórðu spurningu um hvort fólk vildi að persónukjör í kosningum til Alþingis yrði heimilað í meira mæli en nú er sögðu 8.888 já eða 61,4% og nei sögðu 3.274 eða 22,6%. 2.325 svöruðu spurningunni ekki eða 16% kjósenda. Ef einungis er miðað við gild greidd atkvæði við spurningunni sögðu 73,1% já við henni.

Íbúar í Suðurkjördæmi vilja jafnt vægi atkvæða um allt land

Við fimmtu spurningu um hvort atkvæðavægi á landinu eigi alls staðar að vera jafnt sögðu 6.746 manns já eða 46,6%. Nei sögðu 5.445 eða 37,6%. Þeir sem ekki greiddu atkvæði við spurningunni voru 2.296 eða 15,8%. Ef einungis er miðað við gild greidd atkvæði við spurningunni sögðu 55,3% já við henni.

Við sjöttu spurningu um hvort í stjórnarskrá eigi að vera að tiltekið hlutfall atkvæðabærra manna eigi að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sögðu 8.595 já eða 59,3%. Nei sögðu 3.424 eða 23,6% og 2.468 svöruðu ekki eða 17% kjósenda. Ef einungis er miðað við gild greidd atkvæði við spurningunni sögðu 71,5% já við henni.

Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður í Vestmannaeyjum, er formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi og sagði hann að talningin hefði gengið afar vel. Notast hefði verið við rafræna talningu og að talningu hefði endanlega verið lokið um klukkan sex í morgun.

mbl.is

Innlent »

Ljósastýring við Goðafoss?

08:18 Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lýsir áhyggjum sínum vegna þeirrar hættu sem skapast við einbreiða brú yfir Skjálfandafljót við Goðafoss þegar umferð er sem mest. Meira »

Snjóflóð tengd aukinni umferð

07:57 Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að aukin fjölgun snjóflóða af mannavöldum komi ekki á óvart, þar sem hún haldist í hendur við stóraukna ástundun fólks á vetraríþróttum til fjalla. Meira »

Fyrsta flensutilfelli haustsins staðfest

07:37 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir að eitt tilfelli af flensu hafi greinst á Landspítalanum í haust.   Meira »

Skrifar Jóni Steinari opið bréf

07:34 Anna Bentína Hermansen, brotaþoli kynferðisofbeldis og íslensks réttarkerfis, skrifar Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni opið bréf þar sem hún segist taka áskorun hans um að spjalla á opinberum vettvangi. Þar greinir hún frá því þegar hún leitaði til hans sem lögmanns vegna kynferðislegs ofbeldis. Meira »

Snjór og éljagangur á Öxnadalsheiði

07:05 Vegagerðin varar við hálku og hálkublettum víða um land. Meðal annars er hálka á Hellisheiði og Þrengslum.   Meira »

Blæs úr ýmsum áttum

06:55 Búast má við vestlægri golu eða kalda víða um land í dag og má búast við snjókomu á norðanverðu landinu. Á morgun verður vindur með rólegasta móti en á miðvikudag mun vindur blása af ýmsum áttum og nokkuð drjúg úrkoma fylgir með og er hún líkleg til að vera slydda eða snjókoma um landið norðanvert. Meira »

Fjölgun varaþingmanna eðlileg

05:30 „Fjölgun varamanna á sér eðlilegar skýringar. Við tökum að einhverju leyti meiri þátt í alþjóðastarfi og ég þori að fullyrða að ekkert bruðl sé í gangi vegna þess enda erum við oftast með minnstu sendinefndirnar á alþjóðavettvangi en reynum að taka þátt með sómasamlegum hætti.“ Meira »

Kirkjan tekur afstöðu í umhverfismálum

05:30 Ráðstefnunni Arctic Circle lauk í gær, eftir þriggja daga dagskrá. Við lok ráðstefnunnar settust fimm biskupar frá Norðurlöndum niður og settu fram skýra afstöðu kirknanna til umhverfismála á norðurslóðum. Meira »

„Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“

05:30 Góð stemning og baráttuhugur var í húsnæði BSRB í gær þegar konur á öllum aldri unnu að gerð kröfuspjalda fyrir kvennafrídaginn 24. október. Meira »

Fjárfest í þara fyrir milljarða

05:30 Íslenska kalkþörungafélagið hefur uppi áform um að reisa kalkþörunga- og þangvinnslu í Stykkishólmi og Súðavík.   Meira »

Sala á bílum á pari við árið 2016

05:30 „Við höfum ekki stórar áhyggjur af bílamarkaðnum á Íslandi og það er langur vegur frá því að um hrun á markaðnum sé að ræða enda var septembermánuður þriðji mesti sölumánuðurinn frá 2008. 435 nýskráningar á bifreiðum voru gerðar frá 1. til 20. október og búast má við 200 til 300 skráningum í viðbót út mánuðinn. Það sem af er þessu ári hafa 16.400 bifreiðar verið seldar.“ Meira »

Tilviljun leiddi til listar á leikskóla

05:30 Bandaríski listamaðurinn Richard Spiller lauk nýverið við brúðuleikhússýningu með börnunum á leikskólanum Dvergasteini í Reykjavík. Verkefnið er hugarfóstur hans og Jódísar Hlöðversdóttur, sem er textílhönnuður frá Listaháskóla Íslands og sér um listkennslu í leikskólanum. Meira »

Bann við sæstreng yrði andstætt EES

05:30 Peter Thomas Örebech, lagaprófessor við háskólann í Tromsö, telur að reglurnar sem felast í þriðja orkupakka Evrópusambandsins muni eiga fullkomlega við um Ísland, hafni Íslendingar ekki upptöku hans. Meira »

80% fyrirtækja hafa orðið fyrir netárás

05:30 Samkvæmt nýrri viðhorfskönnun Deloitte á Íslandi hafa 80% fyrirtækja hérlendis orðið fyrir svonefndri „veiðipóstaárás“, en slíkar árásir nefnast „phishing“ á ensku. Meira »

Sólveig hjólar í ritstjóra Markaðarins

00:02 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hjólar í Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins, í pistli sem hún birtir á Facebook nú í kvöld, en þar segir hún leiðara Harðar í Fréttablaðinu á föstudaginn lýsa „sturlaðri“ stemmningu í „herbúðum óvina vinnandi stétta“. Meira »

Bílvelta í Öxnadal

Í gær, 21:43 Fólksbíll á leið inn Öxnadal valt eftir að hafa runnið af þjóðveginum vegna hálku rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Tveir einstaklingar, sem voru í bílnum, voru fluttir til skoðunar á Sjúkrahúsið á Akureyri með minni háttar meiðsl. Þetta staðfestir lögreglan á Akureyri. Meira »

Komin í húsaskjól eftir skógarvistina

Í gær, 20:34 Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og börn þeirra, Leo og Leona, sem flúðu til Frakklands frá Þýskalandi eft­ir að um­sókn þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi og áður í Þýskalandi var hafnað, eru nú komin í húsaskjól eftir að hafa hafst við í tjaldi úti í skógi. Meira »

Rannsaka leka í Euro Market-málinu

Í gær, 20:26 Lögreglan á Vesturlandi er nú með til rannsóknar leka á viðkvæmu trúnaðarskjali frá lögreglu sem rataði til verjanda í svokölluðu Euro Market-máli. Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV, sem segir trúnaðarskjalið vera minnisblað sem mörg lögregluembætti höfðu aðgang að. Meira »

Smíða síðustu bobbingana

Í gær, 19:11 „Við erum bara á síðustu metrunum og ég sé ekki annað en að tæki og tól fari í brotajárn, sem er bara hreinasta hörmung,“ segir Þórarinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Stáldeildarinnar á Akureyri. Meira »
Viltu heilbrigt,fallegt og síðara hár? þetta er svarið
Cocoa locks https://cupid.is/flokkur/cocoalocks/ Our Hot Chocolate and Hair ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...