Til greina kemur að afla erlendra álita

Valgerður Bjarnadóttir.
Valgerður Bjarnadóttir. mbl.is/Frikki

Til greina kemur að leita álits erlendra sérfræðinga á tillögum stjórnlagaráðs ef slík álitsöflun rúmast innan tímaramma málsins, segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

Aðspurð hvort álitanna verði aflað á milli þingumræðna segir Valgerður að nú fái málið þinglega meðferð og að húni voni að það takist. „Þau leggja til ákveðnar breytingar á texta og eitthvað svoleiðis sem þau segja vera lagatæknilegt,“ segir Valgerður aðspurð út í athugasemdir sérfræðingahópsins og bætir við: „Annað er á mörkunum að vera lagatæknilegt og efnislegt, eins og bráðabirgðaákvæðin sem eiga að gilda um hvenær eigi að byrja að telja að forsetinn megi einungis sitja þrjú kjörtímabil.“

Þá bendir Valgerður á að hópurinn hafi komið með ábendingar um einhver atriði sem þingið hljóti að líta til á milli fyrstu og annarrar umræðu. „Þetta eru ábendingar frá þeim en það þýðir ekkert endilega að þau hafi rétt fyrir sér. Það eru kannski einhverjir aðrir sem telja að hlutirnir eigi að vera öðruvísi, það er alveg ljóst að allt fólkið í stjórnlagaráði taldi að hlutirnir ættu að vera öðruvísi og nú er það stjórnmálamannanna að takast á við þetta verkefni,“ segir Valgerður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »